Skilvirkni sölutækifæra með vélrænu gagnanámi - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Data Dwell hugbúnaðurinn er notaður af sölu og markaðsfólki í stærri fyrirtækjum sem vilja geta nýtt sér gögn til að auka skilvirkni í sölu og markaðstarfi, Data Dwell fékk vilyrði fyrir 2ja ára verkefnastyrk árið 2020, til að þróa þessi tæknina enn frekar með að bæta við gervigreindartækni til að geta hert á nýjan markað sem yrði stærri fyrirtæki
Afurð verkefnisins var að smíða vélræna gagnanámsþjónustu sem aðstoðar notendur Salesforce að taka ákvörðun um hvaða sölu og markaðsefni á að nota í sölutækifærum og hvaða stikkorð á að nota í samskiptum við sölutækifæri. Þetta gerir notandanum kleift að gera flóknar greiningar á auga bragði og birtir tengingar milli skjalanotkun og árangurs sem annars hefði ekki verið notandanum ljóst. Þetta gerir notandanum einnig kleift að draga saman orðalag og stykkorð úr samskiptum við fyrri sölutækifæri á augabragði í stað fyrir handvirkar greiningar.
Niðurstaða verkefnisins er viðbót í Data Dwell Sales Enablement hugbúnaðinn þar sem notendur geta fengið tillögur um skjöl og stikkorð sem þeir eiga að nota í samskiptum við sölutækifæri í fyrirtæki-til-fyrirtækis söluferli. Þetta er gert með að senda eldri söluupplýsingar úr Salesforce gegnum sérsniðna vefþjónustu í vélræna gagnanámsþjónustu Data Dwell. Þjónustan vinnur úr gögnunum eftir sér skilgreindum víddum og lærir þannig hvað virkar og hvað virkar ekki fyrir viðskiptavininn. Allt til að auka skilvirni og arðsemi í sölustarfi fyrirtækja.
Data Dwell var útnefnt sem leiðtogi í Q1 2022 skýrslu frá Trust Enablement, þar sem lausnin var eina lausnin á markaðinum sem gat tengt saman raungögn í sölu við notkunar upplýsingar, þar með aðstoðað fyrirtæki að sjá í rauntíma hvaða markaðsefni sem er notað í söluferli sé í raun að veita arðsemi.
HEITI VERKEFNIS: Skilvirkni sölutækifæra með vélrænu gagnanámi
Verkefnisstjóri: Skarphéðinn Steinþórsson
Styrkþegi: Data dwell ehf.
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.