Samtök iðnaðarins og Rannís boða til kynningarfundar um Tækniþróunarsjóð
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.00-14.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Hyl á 1. hæð.
Dagskrá:
Kolbrún Bjargmundsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, gerir grein fyrir:
- Styrkjaflokkum Tækniþróunarsjóðs
- Eurostars styrkjum
- Skattfrádrætti vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar
- Reglugerð um skattaívilnun til erlendra sérfræðinga
Reynsla félagsmanna SI af umsóknaferli Tækniþróunarsjóðs:
- Hilmar Kjartansson, Kerecis
- María Guðmundsdóttir, Parity
Umræður
Fundarstjóri er Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI.
Skráning á vef SI
Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er til 17. febrúar 2020.