Púls Media - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.7.2023

Púls Media lagði af stað með þau markmið að fækka handtökum við framleiðslu og dreifingu á auglýsingaefni og gera innlenda auglýsingamiðla aðgengilegri fyrir lítil og millistór fyrirtæki. 

Það hefur heldur betur gengið eftir því í maí 2022 gáfum við út Birtingamarkaðinn. Þar var, í fyrsta skipti á Íslandi, hægt að panta birtingar á fjölda innlendra miðla í sjálfsafgreiðslu. Að auki geta fyrirtæki

nýtt sér sniðmát til að búa til auglýsingar sem drefur úr kostnaði við framleiðslu á auglýsingaefni. Tæplega 100 fyrirtæki hafa nýtt sér Birtingamarkaðinn á síðari hluta ársins og notað þar nokkrar milljónir af markaðsfé sem annars hefði að öllum líkindum farið til erlendra samfélagsmiðla.

Logo tækniþróunarsjóðs

Við höfum einnig hjálpað fjölda fyrirtækja að sjálfvirknivæða ferla við auglýsingaframleiðslu og dreifingu með svokölluðum Snjallborðum, sem eru okkar vinsælasta vara. Þá er auglýsingin tengd við heimasíðu (eða vefþjónustu) fyrirtækisins og uppfærist sjálfkrafa með nýjustu upplýsingum um verð, tilboð, lagerstöðu, dagskrá, matseðil eða í raun hvað sem er.

Þrátt fyrir að vera ungt nýsköpunarfyrirtæki var Púls Media treyst fyrir því stóra verkefni, ásamt markaðsstofunni Digido, að sjá um að sjálfvirknivæða framleiðslu og dreifingu á rúmlega 8.800 auglýsingu fyrir Bestu deildina á vefmiðlum, samfélagsmiðlum, umhverfisskiltum og strætóskýlum. Það gekk vonum framar og mikil ánægja var með niðurstöðurnar.

Snjallborðar gera fyrirtækjum kleift að setja hnitmiðaðra og nákvæmara efni í auglýsingar sem myndu annars auka framleiðslukostnað til muna, en slíkar auglýsingarvekja yfirleitt meiri áhuga hjá notendum og skila betri árangri en hefðbundnar auglýsingar.

Þessi nýsköpun í auglýsingatækni hefur ekki aðeins nýst fyrirtækjum heldur hefur Púls kerfið einnig heillað fagfólk úr auglýsingabransanum og er kerfið nú í notkun hjá flestum af stærstu auglýsingastofum og birtingahúsum landsins. Þar með er stór hluti af öllum vefauglýsingum á

innlendum miðlum keyrður í gegnum Púls.

Púls Media hefur hlotið vaxtarstyrk frá Tækniþróunarstjóði til að styðja við áframhaldandi nýsköpun í auglýsingatækni og vöxt á erlenda

markaði.

HEITI VERKEFNIS: Púls Media

Verkefnisstjóri: Andri Már Þórhallsson

Styrkþegi: Púls Media ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica