Næsta kynslóð sjávarnasls - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.10.2022

Verkefnið Næsta kynslóð sjávarnasls er lokið. Verkefnið var samvinnuverkefni Responsible Foods ehf. og Loðnuvinnslunnar hf. Markmið verkefnisins var að þróa og framleiða hágæða mjög nýstárlega og umbyltandi þurrkaða naslvöru úr aukaafurðum sjávarfangs fyrir bæði innlendan og erlendan markað. 

Verkefnið studdist við einstaka þurrktækni sem hefur verið þróuð til að ná fram eiginleikum í lokavörunni sem engin önnur þurrktækni getur gert, m.a. sem gerir það mögulegt að blanda öðrum hráefnum saman við mismunandi hráefni og þurrka þau hann á innan við 45 mínútum og fá lokavöru sem er laus við sterku lyktina sem einkennir harðfisk. Responsible Foods er með einkaréttinn á þessari tækni. Verkefnið gekk mjög vel og tókst að þróa mismunandi naslvörur úr mismunandi hráefnum og skala upp. Fiskinaslið fór í neytendakannanir innanlands og erlendis sem komu mjög vel út, m.a. hjá neytendum sem ekki borða fisk að jafnaði og þykir harðfiskur mjög fráhrindandi. Fiskinaslið sem var þróað var laust við harðfisklyktina, var með einstaka stökka áferð og langt geymsluþol. Undir lok verkefnisins var klárað að setja upp fyrsta flokks framleiðsluaðstöðu fyrir naslið á Fáskrúðsfirði þar sem framleiðsla fer í gang innan skamms og Responsible Foods mun fá fyrsta flokks ferskt hráefni frá Loðnuvinnslunni. Verkefnið mun auka verðmæti aukaafurða umtalsvert. Afurðirnar sem voru þróaðar í verkefninu er umbylting fyrir þurrkun á sjávarfangi og mun opna nýja markaði fyrir íslenskt þurrkað sjávarfang og ná til nýrra neytenda.

Logo tækniþróunarsjóðs

HEITI VERKEFNIS: Næsta kynslóð sjávarnasls

Verkefnisstjóri: Dr. Holly T. Kristinsson (Petty)

Styrkþegi: Responsible Foods ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica