Markaðssókn Tulipop í Kína og Hong Kong - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

8.10.2020

Á árinu 2019 var íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop úthlutað markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að ráðast í markvissa markaðssókn í Kína og Hong Kong.

Markmið verkefnisins var annarsvegar að markaðssetja eigin vörulínu fyrirtækisins og koma henni í dreifingu til söluaðila, og hinsvegar að kynna persónur Tulipop ævintýraheimsins fyrir væntanlegum framleiðendum og kaupendum nytjaleyfisvarnings.

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs gerði Tulipop kleift að ráðast í mikilvæg verkefni til að undirbúa sókn á kínverskan markað, en m.a. var undirbúið kynningarefni á kínversku, fundið kínverskt nafn fyrir félagið, kynningarmyndbönd textasett á kínversku og síður fyrir Tulipop settar upp á mikilvægum miðlum á borð við WeChat og Bilibili. Samhlíða því tók Tulipop þátt í tveimur virtum sýningum í Kína, Shanghai Toy Show og China International Import Expo. Báðar þessar sýningar hafa leitt til fjölda tækifæra fyrir vörumerkið á markaðssvæðinu, en m.a. er Tulipop nú í viðræðum við kínverska aðila um sölu og dreifingu á varningi í kínverskar verslanir, um sölu á netinu í Kína, um gerð nytjaleyfasamnings fyrir kínverskan markað, og að síðustu við mögulegan kínverskan umboðsaðila. Allt eru þetta samningar sem hafa möguleika á að skila Tulipop miklum tekjum á komandi árum og styrkja þannig stoðir rekstar félagsins til muna.

Heiti verkefnis: Markaðssókn Tulipop í Kína og Hong Kong
Verkefnisstjóri: Helga Árnadóttir
Styrkþegi: Tulipop ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica