Markaðssókn í Evrópu og Bandaríkjunum - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
PayAnalytics hefur lokið markaðsverkefninu Markaðssókn í Evrópu og Bandaríkjunum sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði. Tilgangur markaðsverkefnisins var að styrkja nafn PayAnalytics í Bandaríkjunum og á völdum markaðssvæðum í Evrópu.
Hugbúnaðarlausn PayAnalytics auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að draga úr eða útrýma launabilum og samþætta jafnlaunastefnu launaákvarðanatöku. Mannauðsstjórar, eða ráðgjafar þeirra, hlaða gögnum vinnustaðarins inn í lausnina, sjá hvar vandamálin liggja og fá tillögur um hvernig loka má launabilinu á sanngjarnan hátt. Hugbúnaðurinn styður í framhaldinu við góða ákvarðanatöku til að halda launabili lokuðu.
Mikill markaðslegur árangur náðist á meðan verkefninu stóð. Sem dæmi um markmið sem gekk eftir var að ná til nýrra viðskiptavina með höfuðstöðvar í Bretlandi, Kaliforníu og New York fylki. Erlendum viðskiptavinum PayAnalytics fjölgaði verulega á meðan á verkefninu stóð og starfsfólk fyrirtækja sem ber ábyrgð á jöfnum launum finnur PayAnalytics þegar það leitar að góðri hugbúnaðarlausn.
HEITI VERKEFNIS: Markaðssókn í Evrópu og Bandaríkjunum
Verkefnisstjóri: Guðrún Þorgeirsdóttir
Styrkþegi: PayAnalytics ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.