Markaðssetning vörunnar CrankWheel Screen Sharing - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

27.10.2017

Árangur verkefnisins hefur meðal annars verið sá að bæst hafa við stórir viðskiptavinir utan Íslands sem nýta hugbúnaðinn CrankWheel Screen Sharing í sölustarfi sínu og á heimasíðum sínum.

Þann 31. júlí 2017 lauk rúmlega árslöngu verkefni sem hlotið hafði markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði: Markaðssetning vörunnar CrankWheel Screen Sharing.

Verkefninu var skipt í þrjá fasa, lærdómsfasa, sönnunarfasa og skölunarfasa. Fyrstu tveimur fösunum er lokið en þriðji fasi er hafinn. Í fyrsta fasa var áherslan á að kanna hvaða aðferðir við markaðssetningu myndu skila bestum árangri fyrir vöruna. Í öðrum fasa var sannreynt hvort hægt yrði að skala þessar aðferðir nægjanlega upp til framtíðar, og í þriðja fasa er unnið að því að auka bæði fjármagn og mannafla við þær aðferðir sem virðast geta skilað bestum árangri.

Heiti verkefnis: Markaðssetning vörunnar CrankWheel Screen Sharing
Verkefnisstjóri: Jóhann Tómas Sigurðsson, CrankWheel ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 163793061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Árangur á árinu hefur ekki látið á sér standa, þó alltaf megi betur gera. Meðal annars hefur fjöldi borgandi viðskiptavina CrankWheel meira en 20-faldast. Bæst hafa við stórir viðskiptavinir utan Íslands sem nýta hugbúnaðinn í sölustarfi sínu og á heimasíðum sínum. Jói Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri CrankWheel, hafði þetta að segja: “Markaðsstyrkur frá Tækniþróunarsjóði hefur skipt sköpum fyrir allt markaðsstarf CrankWheel. Við hefðum aldrei náð jafn miklum árangri á jafn skömmum tíma hefðum við ekki notið styrksins. Fyrir utan þann árangur sem blasir við hefur félagið einnig byggt upp öfluga innviði fyrir sölu- og markaðsstarf. Við mælum hiklaust með samstarfi við Tækniþróunarsjóð.”

Afrakstur

  • Bloggpóstar (sjá www.crankwheel.com/blog)
  • “Infographics” sem hafa verið notuð bæði ein og sér og sem partur af bloggpóstum
  • Rafbók (e-book) um það hvernig selja á hugbúnað
  • Sniðmát sem notuð hafa verið til að búa til “brand” þegar verið er að setja myndir og annað efni á samfélagsmiðla
  • Ný hönnun og útfærsla frá grunni á markaðssíðu félagsins www.crankwheel.com
  • Ýmsar PowerPoint og Keynote kynningar til að segja frá CrankWheel á ráðstefnum, í fyrirlestrum o.fl. Textaauglýsingar á Google AdWords
  • Myndrænar auglýsingar á Google AdWords og öðrum miðlum
  • Lýsingar á CrankWheel á ýmsum miðlum utan okkar stjórnar t.d. GetApp, Capterra, Appsumo o.fl.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica