Lucinity ClearLens – Peningaþvættislausnir - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.4.2021

Skýjalausn Lucinity sem finnur og meðhöndlar peningaþvætti.

Fyrirtækið Lucinity hefur smíðað og markaðssett skýjalausn byggða á “Human AI”. Síðastliðið ár hefur hluti verkefnisins verið fjármagnaður af Tækniþróunarsjóði í gegnum Sprett. Lucinity framleiðir hugbúnað sem að hjálpar bönkum að verjast peningaþvætti. Peningaþvætti er samfélagsmein af gríðarlegri stærðargráðu og glæpurinn sem fjármagnar glæpi. Rúmlega 2,5 billjónir dollara eru þvættaðir á ári hverju í gegnum fjármálakerfi heimsins. Bönkum ber skylda til þess að vakta viðskiptamenn sína til þess að sporna við flæði illa fengins fé og nota til þess tækni líkt og þá sem Lucinity framleiðir.Logo tækniþróunarsjóðs

Lucinity byggir sinn samkeppnisgrundvöll á Human AI hugmyndafræðinni. Human AI gengur út á að brúa bilið á milli manneskja og gervigreindar. Þannig má tryggja að hæfileikar okkar séu nýttir til hins ýtrasta og þeir magnaðir með gervigreind. Þessi aðferðafræði hefur fallið vel í kramið hjá bönkum víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og státar Lucinity sig nú af viðskiptavinum frá minni íslenskum fjártæknifyrirtækjum upp í stóra alþjóðlega banka.

Vörður verkefnisins sem fjármagnað var með Spretti voru rannsóknargreinar, áframhaldandi þróun notendaviðmóts, uppbygging á nýrri virkni í leitarvél og gervigreindarmenninu Lux. Þá steig Lucinity sín fyrstu haldbæru skref í framleiðslu á aðferð til þess að bankar geti lært hver af öðrum í meðhöndlun peningaþvættismála, án þess að deila gögnum. Aðferðin er sem stendur í umsóknarferli fyrir einkaleyfi á bandaríkjamarkaði. Allt voru þetta verkefni sem spiluðu mikilvægan sess í árangri síðasta árs og búa fyrirtækið undir farsæla framtíð á komandi misserum.

HEITI VERKEFNIS: Lucinity ClearLens – Peningaþvættislausnir

Verkefnisstjóri: Guðmundur Rúnar Kristjánsson

Styrkþegi: Lucinity ehf

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 35.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica