Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.3.2021

PayAnalytics ehf. hefur lokið verkefninu „Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól“. Tækniþróunarsjóður styrkti verkefnið á árunum 2019 og 2020. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa gagnadrifið ákvarðanatól sem styddi stjórnendur, starfsmenn mannauðsdeilda og ráðgjafa í launatengd um ákvörðunum, með sérstaka áherslu á kynbundinn launamun.

Logo tækniþróunarsjóðsPayAnalytics er í dag jafnlaunahugbúnaður á 6 tungumálum sem mælir launabil hjá fyrirtækjum í heild eða samhliða hjá mörgum hópum starfsmanna í einu, með algríma sem loka mörgum launabilum samhliða hvort sem þau tengjast kyni, kynþáttum eða öðrum lýðfræðilegum breytum. PayAnalytics styður við fleiri en tvö kyn, er með launaráðgjafa sem leggur til sanngjörn laun, er með öflugu skýrslukerfi, sviðsmyndagreiningu, og stuðningi við sömu laun fyrir jafnverðmæt störf sem er aðferðarfræði sem er notuð í Svíþjóð og Kanada og er líkleg til að breiðast út víðar. Inn í lausnina er byggð handbók með ítarlegu efni og myndböndum sem útskýra hugbúnaðinn, aðferðarfræði, og hjálpa til við túlkun á niðurstöðum.

Verkefni þetta gerði beta útgáfu fyrir Ísland að framúrskarandi alþjóðlegum jafnlaunahugbúnaði. Hugbúnaðurinn er í dag notaður í 40 löndum í 6 heimsálfum. PayAnalytics er notað af stórum fyrirtækjum með yfir 100 þúsund starfsmenn, litlum fyrirtækjum með allt niður í 30 starfsmenn, og ráðgjöfum í jafnlaunamálum. Á Íslandi eru notendur fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins, stofnanir og sveitarfélög.

skreytimynd

Sjá: https://www.payanalytics.is/

HEITI VERKEFNI: Lokum launabilinu: Gagnadrifið ákvarðanatól

Verkefnisstjóri: Margrét Vilborg Bjarnadóttir

Styrkþegi: Pay Analytics ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica