Ljósvirk hvötun afoxunar köfnunarefnis í ammóníak - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

21.2.2022

Verkefnið Ljósvirk hvötun afoxunar köfnunarefnis í ammóníak var metnaðarfullt áhættusamt verkefni. Verkefnið var unnið í samstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands, Atmonia ehf, Grein Research ehf, Ludwig Maxmillian Universität og Queen Mary University London.

Hönnun á hvötum til framleiðslu ammóníaks með rafefnafræði er eitt af þeim stóru verkefnum sem nútíminn stendur frammi fyrir að leysa, í þeim tilgangi að ná hringrás kolefnis í jafnvægi. Ammóníak er í dag framleitt með rúmlega 100 ára gömlu ferli (Haber-Bosch) sem nýtir jarðgas til framleiðslu vetnis sem nýtist sem hvarfefni með nitri úr andrúmslofti til að mynda ammóníak. Þetta ferli losar ríflega 2 tonn (að meðaltali) fyrir hvert tonn af NH3 sem er framleitt, og því er það ábyrgt fyrir uþb 1% af mannlegri losun CO2 á ári hverju.

Logo tækniþróunarsjóðsHópurinn sem stendur að baki þessu verkefni hefur unnið lengi saman í hönnun hvata og rafskauta sem vendið hvata framleiðslu ammóníaks með rafefnafræði frekar en myndun vetnis. Þetta verkefni tók sérstaklega fyrir möguleikann að nýta ljósvirk efni sem hvata og tengja þar með rafefnafræði og nýtingu sólarljóss, í þeim tilgangi að lágmarka orkuþörf í framleiðslu ammóníaks. Við höfum sýnt fram á ljósvirkni efnanna sem voru skoðuð, en áhrif lýsingar á rafefnafræði og hvötun voru ekki greinanleg í þessu verkefni. Þetta verður skoðað áfram í samstarfi þessara aðila og aðferða leitað til þess að setja fram næmari tilraunir.

Sjá https://atmonia.com/

HEITI VERKEFNIS: Ljósvirk hvötun afoxunar köfnunarefnis í ammóníak

Verkefnisstjóri: Helga Dögg Flosadóttir

Styrkþegi: Atmonia ehf.

Tegund styrks: Hagnýt rannsóknaverkefni

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 44.911.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica