Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð og skattfrádrætti
Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarkostnaðar miðvikudaginn 16. ágúst kl. 8:30-10:00 í fundarsalnum Hyl, 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.
Sérfræðingar frá Rannís munu kynna opinberan stuðning til nýsköpunarverkefna í Tækniþróunarsjóði og Skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna og Skattfrádrætti erlendra sérfræðinga.
Léttar veitingar verða í boði.
Fundinum verður streymt og verður hlekkur á streymi sendur á þau sem skrá sig:
Dagskrá:
- Tækniþróunarsjóður – kynning á styrkjaflokkum og ferlinu
- Skattfrádráttur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar
- Skattfrádráttur erlendra sérfræðinga
Kynningar frá félagsmönnum SSP sem hafa fengið styrk
- Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Snerpa Power
- Jón Már Björnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs ORF líftækni
Fundarstjóri er Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri SSP hjá SI.