Hugbúnaður til atferlisþjálfunar - Beanfee - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Beanfee er hugbúnaður sem býður notendum upp á að þjálfa nær hvaða hegðun sem er. Til þjálfunar beitir Beanfee ýmsum aðferðum, svo sem hvata- og afrekskerfum, ásamt því að virkja nærumhverfi notandans honum til stuðnings.
Beanfee var stofnað árið 2019 í því augnmiði að fjölga stafrænum lausnum innan grunnskólakerfisins. Síðan þá hefur frumgerð hugbúnaðarins margsannað sig sem öflugt tæki til hegðunarþjálfunar nemenda innan grunnskólakerfisins við þjálfun ýmissar hegðunar, svo sem við hegðunar- og námshvatavanda, vegna skólaforðunar og heimavinnu, o.fl. Skömmu eftir að árangur hugbúnaðarins kom í ljós urðu fleiri aðilar áhugasamir fyrir honum og vildu aðgang. Einn sá aðili var Barna- og unglingageðdeild Landspítala og er innleiðing Beanfee í störf stofnunarinnar vel á veg komin. Aðrar deildir Landspítala hafa einnig sýnt Beanfee áhuga og óskað eftir að prófa hugbúnaðinn.
Sjá nánar á: https://beanfee.com/
Grein á Vísi: Lausnir við hegðunarvanda þarfnast endurskoðunar
Útvarpsviðtal á Vísi: Hegðunarvanda skólabarna verður að mæta með jákvæðri umbun
HEITI
VERKEFNIS Hugbúnaður til
atferlisþjálfunar - Beanfee
Verkefnisstjóri: Svava Dögg Jónsdóttir
Styrkþegi: Beanfee ehf.
Tegund styrks: Sproti
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.