Hitaþolið oxýtósin - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Prótín og peptíð þola illa hita, sem takmarkar verulega notkunarmöguleika efnanna. Þessi efni eru almennt geymd í frysti eða kæli, en í stórum hluta heimsins getur verið erfitt að hafa aðgang að kæli, og þar er líftími þessara efna mjög stuttur.
Lyfið oxytósín, sem notað er til að stöðva blæðingar eftir fæðingar, koma fæðingu af stað og örva mjólkurframleiðslu í brjóstum. Þörfin fyrir hitaþolið oxýtósín er mest í vanþróuðu ríkjunum, þar sem konur deyja vegna þess að þeim blæðir út eftir barnsburð, og það er lítill sem enginn aðgangur að lyfinu.
Rannsóknarverkefnið snéri að því að taka oxýtósín og gera það stöðugt við hitabeltis veðurfar. Í upphafi var kannað hvar og hvernig efnið brotnar niður, og síðan voru settar upp tilraunir sem staðfestu að hægt er að draga úr niðurbrotshraða oxýtósins með að vernda viðkvæma hópa sameindarinnar fyrir niðurbroti. Rannsóknir verkefnisins sýna hve mikilvægt það er að rannsaka hegðun og niðurbrot efnanna, til að geta metið hvernig best sé að vernda viðkvæma hópa sameinda. Í verkefninu var unnið með peptíðið oxýtósín og prótínið h-bFGF þar sem markmiðið var að gera efnin stöðug og auka þannig geymsluþol efnanna. Því miður tókst ekki að gera efnin fullkomlega stöðug eins og markmið verkefnisins var í upphafi en niðurstöðurnar munu þó nýtast í áframhaldandi stöðgunarvinnu og skila af sér nokkrum gagnlegum vísindagreinum. Aðstandendur verkefnisins þakka veittan stuðning frá Tækniþróunarsjóði.
HEITI VERKEFNI: Hitaþolið oxýtósin
Verkefnisstjóri: Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson
Styrkþegi: Calor ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 26.386.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI