Haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2024
Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 50 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á haustmisseri að ganga til samninga um nýja styrki.
Í boði voru styrktarflokkarnir Sproti, Vöxtur og Markaður. Alls bárust 295 umsóknir og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 17%. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.
Í þessari úthlutun er styrkveiting til nýrra verkefna 1.371 milljónir króna í heild, þar af 749 milljónir króna á fyrra ári verkefna.
Næsti umsóknarfrestur um fyrirtækjastyrki verður tilkynntur síðar.
Á seinni árshelmingi 2024 bárust 69 umsóknir í styrktarflokk Fræ/Þróunarfræ og var árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 20%. Alltaf er opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ og tilkynnt verður síðar hvenær umsóknir verða næst teknar saman og sendar í mat hjá fagráði.
Samantektarskýrsla Tækniþróunarsjóðs yfir haustúthlutun árið 2024 hefur verið gefin út og má finna undir útgáfa og kynning.
Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja við rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi en hann er opinn fyrir nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnugreinum. Sjóðurinn er samkeppnissjóður sem býður upp á fjölmarga styrktarflokka fyrir verkefni á mismunandi stigi þróunar.
Haustið 2024 hefur farið fram stefnumótunarvinna fyrir Tækniþróunarsjóð. Sú vinna hefur reynst umfangsmeiri en búist var við og mun því taka lengri tíma en upphaflega stóð til eða fram á vormánuði 2025.
Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni*:
Sproti
Umsækjandi | Heiti verkefnis | Verkefnisstjóri |
Aldís Guðný Sigurðardóttir | NegoTech | Aldís Guðný Sigurðardóttir |
Arndís Ágústsdóttir | Virðing við hinstu umönnun nýlátinna einstaklinga á heilbrigðisstofnunum. | Arndís Ágústsdóttir |
Ásta Olga Magnúsdóttir | Inní jökulinn sýndarveruleikaupplifun | Ásta Olga Magnúsdóttir |
Bidd ehf. | Bidd - gagnadrifin og sjálfvirk útboð | Baldvin Bjarki Gunnarsson |
Bæring Gunnar Steinþórsson | Pinpoint | Þórdís Anna Þórsdóttir |
Denovo ehf. | Denovo - lagasafn | Örn Blævar Svansson |
Denvo Wolffish Iceland ehf. | Kynbætur á eldishlýra | Hreinn Reyðfjörð Sigmarsson |
FairGame ehf. | Jöfnum leikinn með FairGame | Jóhannes Ólafur Jóhannesson |
Hoveringtrails ehf. | Fjallastígar | Birgir Þröstur Jóhannsson |
Hringvarmi ehf. | Frá frumgerð til MVP: Þróun, hagræðingu og nýsköpun á beinni loftfangalausn til að nýta úrgangshita frá gagnaverum til sjálfbærrar matvælaframleiðslu. | Justine Yvonne Agnes Vanhalst |
K01 ehf. | Hermigögn fyrir heilbrigðislausnir | Arinbjörn Kolbeinsson |
Kuratech ehf. | Lögfræðilegt forspárlíkan | Kristján Óli Ingvarsson |
Marta Aileen Schluneger | Hönnunartól fyrir prjónaflíkur | Þórey Rúnarsdóttir |
Northern Industries ehf. | Magnea - Stafrænt sölustjórnunarkerfi fyrir sjávaravurði | Baldur Hrafn Vilmundarson |
PayToDay ehf. | PayToDay | Gunnhildur Arnardóttir |
Raxiom ehf. | Jónsbók | Ágúst Heiðar Gunnarsson |
Rekovy ehf. | Hugbúnaður til stuðnings einstaklinga með áfengis- og vímuefnavanda | Þórdís Rögn Jónsdóttir |
Róbert Heimir Helgason | Fordæmi. | Róbert Heimir Helgason |
Sea Growth ehf. | Ræktun vistfisks úr fiskfrumum | Alexander Schepsky |
Sjöund - Vöruþróun og ráðgjöf ehf. | Ný sjálfvirk leið til yfirborðshreinsunar | Sævar Garðarsson |
Stefanía Scheving Thorsteinsson | PermitPro - Sjálfvirknivæðing leyfisveitinga með gervigreindarlausnum. | Stefanía Scheving Thorsteinsson |
Sundra ehf. | Sundra - straumlínulögun textunar fyrir kvikmyndir og sjónvarp | Haukur Guðjónsson |
Víkonnekt ehf. | Treyst.ai | Ívar Guðmundsson |
Vöxtur
AMC ehf. | Nanna Lín | María Dís Ólafsdóttir |
AsgardGrip ehf. | Asgard - Snjöll styrktarþjálfun | Sveinn Hinrik Guðmundsson |
Careflux ehf. | Skilaboðastoðin: Á erlendan markað | Steindór Oddur Ellertsson |
Esports Coaching Academy ehf. | Stafrænn aðstoðarþjálfari rafíþrótta, knúinn gervigreind. | Ólafur Hrafn Steinarsson |
Euler ehf. | Gæðavaktari fyrir þrívíddarprentiðnað | Eiríkur Ragnar Eiríksson |
Flygildi ehf. | Silent Flyer | Hólmgeir Guðmundsson |
Gerosion ehf. | Varnarfóðring fyrir háhita- jarðhitaborholur | Sigrún Nanna Karlsdóttir |
IceWind ehf. | IceWind CW Vindtúrbínur | Sæþór Ásgeirsson |
Kara connect ehf. | Velferðartorg Köru Connect | Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir |
Lever ehf. | Nákvæm fóðrun fyrir landeldi | Hannes Kristinn Gunnarsson |
Marea ehf. | Lífræn varnarhúð fyrir gúrkur | Julie Encausse |
Massif Network ehf. | Þróun Massif Network | Steinarr Logi Nesheim |
MT sport ehf. | Snjall-tímataka | Aðalsteinn Ingólfsson |
NúnaTrix ehf. | Heimur Mínu | Katrín Jónsdóttir |
Showdeck ehf. | Showdeck Uppfærslur | Friðþjófur Þorsteinsson |
SPS ehf. | GreenFish | Sigurður Bjartmar Magnússon |
Trackwell hf. | Trackwell - Data Analysis Engine | Kolbeinn Gunnarsson |
Markaðssókn
DineOut ehf. | Markaðssókn Dineout á Tenerife | Ingveldur Kristjánsdóttir |
OZ Sports ehf. | Smart Stadium - leið á markað | Auður Jóna Erlingsdóttir |
Quest Portal ehf. | Quest Portal VTT á markað í Bandaríkjunum og Bretlandi | Guðmundur Gunnlaugsson |
Responsible Foods ehf. | Íslenskt sjávarnasl á bandarískan markað | Holly Tasha Petty |
Yay ehf. | Markaðssókn í Kanada fyrir YAY | Ari Þorgeir Steinarsson |
Markaðsþróun
Euler ehf. | Uppbygging markaðsinnviða - Euler | Hildur Einarsdóttir |
geoSilica Iceland hf. | Þróun á Bandaríkjamarkaði | Fida Abu Libdeh |
LOVE Synthesizers ehf. | First LOVE FM markaðsþróun | Markús Bjarnason |
MariMedx ehf. | Þróun fyrirtækissímyndar og markaðsrannsóknir fyrir nýstárlega haftengda afurð fyrir vefjaverkfræði | Svava Kristinsdóttir |
Spesía Invest ehf. | Spesía sparnaðarþjónusta | Bergur Ebbi Benediktsson |
Fræ/Þróunarfræ
Heiti verkefnis | Verkefnisstjóri |
Aukin nýtni áburðar við landbúnað | Hans Adolf Linnet |
Ferðaþjónustulausn Thorexa | Þór Tómasarson |
Hagkvæm hleðsla flugvéla | Kristján Óttar Rögnvaldsson |
Hliðarafurðir úr þörungum | Julie Encausse |
Landkönnuðir | Svavar Hrafn Ágústsson |
Legible Impact | Reynir Viðar Ingason |
Lesa Lestrarapp | Birgir Hrafn Birgisson |
Lífsbókin | Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir |
Samfélagsvefur gegn einmanaleika | Guðrún Svava Kristinsdóttir |
Skammtafræðilegur Hávaðadeyfir | Árni Steinn Viggósson |
Skilgreining og þróun hugmyndarinnar ásamt gerð fyrstu draga af frumgerð fyrir fullkomlega samþættan blóðgjafa | Rasmus Erik Strandmark |
Stika - Skilvirkari, öruggari og ábyrgari útivist | Rakel Steinberg Sölvadóttir |
Tif vatns, nýjar leiðir til vatnamælinga á köldum slóðum | Jón Ottó Gunnarsson |
Vélarnám fyrir skilvirkari sjóveiðar | Pétur Neisti Erlingsson |
*Listinn er birtur með fyrirvara um villur