Greining notendahegðunar fyrir sýndarveruleika – verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Helsti afrakstur verkefnisins er tæknivaran Ghostline, sem er hugbúnaður sem greinir upplifun notenda í sýndarveruleika til að upplýsa efnishönnuði um hvernig áhrif vörur þeirra hafa á notendur.
Síðan 2013 hefur Aldin þróað nýstárlega gerð hugbúnaðarverkfæra sem leysa algeng vandamál í þróunarferlum sýndarveruleika og gera það mögulegt að hanna betri sýndarheima á markvissari hátt. Stór hluti starfsemi Aldin er einnig framleiðsla á sýndarveruleikaefni fyrir almenning sem nýtir þessi verkfæri og tækni. Hlaut verkefnið styrk Tækniþróunarsjóðs Rannís árið 2017 og hefur stuðningurinn verið ómetanlegur við að efla þróun vörunnar og margfalda árangur verkefnisins.
Helsti afrakstur verkefnisins er tæknivaran Ghostline, sem er hugbúnaður sem greinir upplifun notenda í sýndarveruleika til að upplýsa efnishönnuði um hvernig áhrif vörur þeirra hafa á notendur. Ghostline aðstoðar meðal annars við að finna möguleg vandamál auk þess að auka skilvirkni og árangur í þróunarferlum, en ein stærsta áskorun iðnaðarins í dag er að hönnun og þróun sýndarveruleika felur í sér ný og flókin vandamál. Hefur nálgun Aldin og lausnir fyrirtækisins hlotið lof aðila sýndarveruleikaiðnaðarins og fjölmiðla um allan heim.
Ásamt Ghostline þróaði Aldin viðbót við sýndarveruleikann Waltz of the Wizard sem hefur sinnt hlutverki sýnidæmis fyrir notkun og eiginleika Ghostline. Í viðbótinni kynnti Aldin til leiks nýja aðferð og tækni til að notendur sýndarveruleika geti hreyft sig með náttúrlegum hætti. Waltz of the Wizard hefur hlotið einstaka velgengni og er meðal vinsælasta sýndarveruleikahugbúnaðar sem komið hefur út fyrir almenning til þessa. Yfir 300,000 notendur hafa sótt Waltz of the Wizard síðan hann kom út 2016 og er í dag hæst einkunnaði sýndarveruleikinn á versluninni Steam; stærstu vefverslun í heimi fyrir VR hugbúnað. Velgengi Waltz of the Wizard er að miklu leiti Ghostline að þakka sem gegndi mikilvægu hlutverki í öllum þróunarferlum við að betrumbæta notendaupplifunina í hönnun gagnvirkni, hönnun sjónrænna þátta, almennri gæðaprófunum.
Heiti verkefnis: Greining
notendahegðunar fyrir sýndarveruleika
Verkefnisstjóri: Hrafn Þorri Þórisson
Styrkþegi: Aldin Dynamics ehf.
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 50 millj. kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.