Greining á fiskamyndum með óstýrðum tauganetum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

28.11.2022

Visk þróar myndagreiningarkerfi sem tekur hágæða myndir í krefjandi framleiðsluumhverfi og nýtir aðferðir byggðar á djúpum tauganetum fyrir sjálfvirkt gæðamat í rauntíma.

Ýmis framleiðsla krefst þess að starfsfólk skoði afurðir sjónrænt fyrir gæðamat og flokkun. Svo sem mat á lit og stærð laxflaka og skemmdir í álframleiðslu. Sjónræn skoðun er mjög tímafrek, villugjörn og óstöðluð, auk þess sem oft er ekki hægt að framfylgja ströngustu gæðakröfum vegna hraða og magns framleiðslunnar. Með myndavélum og gervigreinLogo tækniþróunarsjóðsd er hægt að framkvæma sjónrænt gæðaeftirlit í framleiðslu sjálfvirkt.

Varan sem Visk býður upp á er myndgreiningarbúnaður sem tekur myndir við krefjandi aðstæður framleiðslufyrirtækja. Hugbúnaður kerfisins greinir myndir sjálfvirkt og skilar niðurstöðu sem upplýsingagjöf eða sem inntak í vélbúnað. Óstýrt tauganet sem Visk þróaði í þessu verkefni, til þess að greina röntgenmyndir af flökum, verður hluti af hugbúnaðarlausn Visk. Þá hjálpaði verkefnið við að skilgreina vöru og markað betur.

Að verkefni loknu mun myndgreiningarkerfið og myndgreiningarlausnir í hugbúnaði Visk vera þróaðar áfram. Nú er ljóst að myndgreiningarkerfið verður notað í bæði álframleiðslu og fiskframleiðsu og að Visk getur boðið upp á myndgreiningarlausnir sem ekki voru aðgengilegar framleiðslufyrirtækjum áður.

HEITI VERKEFNIS: Greining á fiskamyndum með óstýrðum tauganetum

Verkefnisstjóri: Hans Emil Atlason

Styrkþegi: Visk ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 8.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica