Grann efnisklasinn – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.4.2020

Nú er að finna í Örtæknikjarna Háskóla Íslands fullkominn búnaður til að mynda, meðhöndla, umbreyta og mæla Rydberg vetnis fasa með margvíslegum búnaði. 

Lokið hefur verið við hagnýta rannsóknaverkefnið Grann efnisklasinn sem var styrkt af Tækniþróunarsjóði á árunum 2016-2019.

Þátttakendur í verkefninu voru:

  • Verkefnisstjóri Sveinn Ólafsson leiðbeinandi.
  • Doktorsnemandi Sindre-Zeiner Gundersen í Noregi.
  • Anna-Karin Eriksson verkfræðingur sem sá um þróun mælitækja og hugbúnaðar.
  • Próf. Em. Leif Holmlid Gautarborgarháskóla.

Nauðsynlegur rannsóknabúnaður hefur verið byggður og þróaður í Noregi og Íslandi til að stunda rannsóknir á sérstökum Rydberg vetnisfasa sem Leif Holmlid Gautaborgar háskóla Svíþjóð uppgötvaði fyrir rúmum áratug. Nú er að finna í Örtæknikjarna Háskóla Íslands fullkominn búnaður til að mynda, meðhöndla, umbreyta og mæla Rydberg vetnis fasa með margvíslegum búnaði. Vænst er að þessi búnaður muni leiða seinna meira til framfara á svið rannsókna á nýjum orkugjöfum sem eigi uppruna sinn í samruna vetnis í frekar mildum og rúmlitlum aðstæðum.

Heiti verkefnis: Grann efnisklasinn
Verkefnisstjóri: Sveinn Ólafsson
Styrkþegi: Raunvísindastofnun Háskólans
Tegund styrks: Hagnýtt rannsóknarverkefni
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 29,6 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica