FlowVR Markeðsherferð – verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Með markaðsstyrknum hefur gefist tækifæri til að raungera markaðsstefnu fyrirtækisins og byggja upp kröftuga markaðs- og sölupípu til að styðja við sjálfbæran vöxt á Íslandi og Norðurlöndunum.
FlowVR hlaut Markaðsstyrk Tækniþróunarsjóðs Rannís í júní 2018 en styrkurinn hljóðar upp á 10 milljónir króna. Hugleiðslubúnaður Flow veitir notendum skjótan aðgang að ávinningi hugleiðslu á einfaldan og þægilegan hátt. Sýndarveruleikaforrit Flow, Flowvr, hefur hlotið einróma lof Biohacker-samfélagsins, þar á meðal Söshu Lekach hjá Mashable, og er talið meðal þeirra bestu sinnar tegundar.
Með markaðsstyrknum hefur gefist tækifæri til að raungera markaðsstefnu fyrirtækisins og byggja upp kröftuga markaðs- og sölupípu til að styðja við sjálfbæran vöxt á Íslandi og Norðurlöndunum. Styrkurinn gerði Flow einnig kleift að leggja land undir fót ásamt einum stærsta hluthafa fyrirtækisins, Bala Kamallakharan hjá Iceland Venture Studio . Leiðin lá til Oslóar, Stokkhólms, Tallin, Kaupmannahafnar og Sagreb.
Á árinu gekk Kristen Martel til leiks við Flow sem sölustjóri fyrirtækisins en hann mun leiða viðskiptaþróun Flow. Auk Kristen hefur Flow unnið með Nick Rosenheim hjá bandaríska markaðsráðgjafa fyrirtækinu OneDrop við að auka sýnileika á samfélagsmiðlum og vörumerkjavitund almennings og hefur sala á Flowvr fjórfaldast í kjölfarið.
Auk auglýsingaherferða á bæði prentuðu og stafrænu formi, hefur markaðsstyrkurinn gert Flow kleift að efla almannatengsl og sýnileika í alþjóðlegum fjölmiðlum. Greinar eftir Tristan Elizabeth Gribbin, framkvæmdastjóra Flow, birtust í tímaritum á borð við Harvard Business Review (How to Minimize Stress Before, During and After Your Vacation), Forbes.com (How to Reduce Toxic Stress at Your Workplace), World Economic Forum (3 ways to fight stress at work) og víðar. Þessar birtingar hafa allar átt þátt í því að marka Flow leiðandi stöðu á sínu sviði.
Markaðsátak Flow á liðnu ári hefur skilað sér í miklum meðbyr með fyrirtækinu, bæði hér á landi og erlendis. Nú þegar hafa átta fyrirtæki gerst áskrifendur Flowvr, auk enn fleiri sem lýst hafa yfir áhuga.
Nýsköpunarmiðuð fyrirtæki á Norðurlöndunum hafa nýtt sér Flowvr Wellness at Work með góðum árangri. Sú lausn sameinar vörur Flow í eina þjónustu með það markmið að draga úr streitu meðal starfsfólks, auka einbeitingu og ró, bæta samskipti og stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu.
Tilraun var gerð með sænska fyrirtækinu Coor Service Management og sýndu niðurstöðurnar að aðgangur að FlowVR á vinnustaðnum veitti starfsfólki verulega hvatningu til að stunda hugleiðslu og huga betur að andlegri og líkamlegri heilsu. Starfsmenn Coor eru um 1500 á Norðurlöndunum og nýlega voru lög samþykkt í Svíðþjóð sem skylda vinnustaði til að bjóða upp á hugleiðsluaðstöðu fyrir starfsfólk. Tímasetning Flow fyrir inngöngu á sænskan markað gæti því varla verið betri.
Í kjölfar velgengni síðastliðins árs hafa safnast saman mikilvægar upplýsingar um notkun forritsins sem hefur nýst við þróun farsímaforrits Flow sem er væntanlegt sumarið 2019. Forritið inniheldur sömu leiddu hugleiðslur og sýndarveruleikaforritið við tónlist eftir listamenn á borð við Sigur Rós og myndbönd úr í íslenskri náttúru eftir kvikmyndastúdíóið Arni&Kinski.
Að lokum má nefna nýja þjónustu Flow, FlowTours, sem unnar eru í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Unplugged, þar sem gestum gefst einstakt tækifæri til að upplifa hugleiðslu í óspilltri íslenskri náttúru. Ferðirnar byggja á grundvallarmarkmiði Flow um að virkja kraft náttúrunnar til að nálgast að kjarna hugleiðslunnar.
Heiti verkefnis: FlowVR Markaðsherferð
Verkefnisstjóri: Þóra Björk Elvarsdóttir
Styrkþegi: Flow ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.