Eurostars E!12592 – Smart City Shopping - Fully automated order fulfillment, from the producer to the end customer - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík og Boxið hafa í samstarfi við Pickr AS og erlenda háskóla þróað sjálfvirka afgreiðslu á pöntunum í netverslunum.
Undanfarin ár hafa neytendur vanist því að geta panta ýmsar vörur heiman úr stofu og fengið þær sendar með á skömmum tíma án þess að mannshöndin komi þar sýnilega næri. Raunin er þó sú að starfsfólk netverslana þarf mörg handtök til að taka til pantanir, pakka þeim og koma í dreifingu og er sá kostnaður oftast nær innifalinn í útsöluverði vörunnar. En vandinn eykst þegar um er að ræða tugir vara með lágri framlegð og lága heildarupphæð líkt og í tilfelli dagvöru. Ekki síst þegar krafa neytandans er að vörurnar kosti það sama og úr stórmörkuðum þar sem neytandinn sjálfur innir þessa vinnu af hendi.
Fyrir fáum áratugum sótti fólk dagvöru til kaupmannsins á horninu. Með aukinni bílaeign fluttist verslun í færri og stærri verslanir æ lengra frá heimili og kostnaði við dreifingu var velt yfir á neytandann. Það hefur aftur á móti kallað á fleiri bíla, meiri umferð, aukna kolefnislosun og lengri tíma frá heimili.
Kostnaðurinn við afgreiðslu netpantana er stærsta hindrunin í því að gera netverslun með dagvöru arðbæra og ljóst þykir að til að stuðla að frekari framgangi netverslunar með dagvöru og sporna við þeirri þróun sem áður var lýst þá þurfa leiðandi fyrirtæki að sjá hagnaðarvon í þessu nýja verslunarumhverfi.
Sjálfvirk afgreiðsla pantana með róbotatækni, tölvusjón og gervigreind er lykill að samkeppnishæfri netverslun með dagvöru. Í verkefninu, sem kostað er af Noregi, Íslandi og Hollandi undir merkjum Eurostars, var tilraunakerfi sett upp í netverslun þar sem það tekur til pantanir allan sólarhringinn. Verslunin getur byrjað daginn á því að senda út hundruð pantana, án þess að taka þær til, sem dregur úr kostnaði og álagi á starfsfólk.
Í verkefninu hefur orðið til ný lausn, sem hentar netverslunum af ýmsum stærðum. Þannig hefur sjálfvirkni verið gerð aðgengilegri.
HEITI VERKEFNIS: Eurostars E!12592 – Smart City Shopping - Fully automated order fulfillment, from the producer to the end customer
Verkefnisstjóri: Torfi Þórhallsson, Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson
Styrkþegi: Háskólinn í Reykjavík, Boxið verslun ehf.
Tegund styrks: Eurostars
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 33.655.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI