Erlend markaðssókn exMon - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.1.2021

Expectus Software hefur undanfarin 10 ár þróað hugbúnaðarlausnina exMon sem hjálpar stjórnendum fyrirtækja að fyrirbyggja tekjuleka, minnka óþarfa kostnað og tryggja gæði gagna í viðskiptakerfum. 

exMon hefur náð góðum árangri á Íslandi og yfir 60 af stærstu fyrirtækjum Íslands hafa innleitt exMon til að bæta rekstur sinn. Þessi árangur á heimamarkaði og fyrstu skrefin erlendis sannfærðu okkur um að varan ætti erindi á stærri markað.

Sex manneskjur standa saman

Markmið þessa verkefnis var að útbúa markaðsinnviði fyrir exMon. Þ.m.t. var skoðun á samkeppnisvörum og hugsanlegum samstarfsaðilum á Norðurlöndunum. Afrakstur verkefnisins er meðal annars ný vefsíða, https://exmon.com, og nýjar kynningarglærur fyrir tilvonandi viðskiptavini. Við höfum tengt vefsíðuna við markaðslausn sem tryggir eftirfylgni með þeim sem sýna vörunni áhuga og eykur líkur á við getum breytt áhuga yfir í viðskipti.

COVID-19 hafði snemma í verkefninu töluverð neikvæð áhrif á verkefnið, enda ekki hægt að ferðast á erlenda markaði. En um leið mynduðust tækifæri þar sem bæði jókst þörfin fyrir exMon og viðskiptavinir voru opnari fyrir því að halda fundi sem voru ekki í persónu. Í stað þess að heimsækja Norðurlöndin jukum við því áherslu á að finna samstarfsaðila með aðgang að mörkuðum og styðja vel við þá. Árangurinn af þessu starfi er vonum framar, því nú þegar hafa viðskiptavinir á Norðurlöndunum tekið exMon í notkun og fleiri fyrirtæki víðar í Evrópu hafa ákveðið að innleiða exMon.

Árið 2021 fer í að byggja á þessum árangri og halda áfram að styðja samstarfsaðila í að selja exMon á sínum mörkuðum. Í janúar mun birtast grein í dönskum fjölmiðlum um árangur okkar samstarfsaðila við að innleiða exMon hjá sínum fyrirtækjum. Þessu munum við fylgja eftir með markaðs- og söluherferð.

Það er töluverð áhætta að fara út í svona stórt verkefni og árið 2020 undirstrikar hversu mikilvægt er að vera með góða bakhjarla. Styrkur Tækniþróunarsjóðs er ómetanlegur til að taka stökkið úr því að sinna eingöngu heimamarkaði yfir í að vera með stöndugt hugbúnaðarfyrirtæki með erlendar tekjur.

HEITI VERKEFNIS: Erlend markaðssókn exMon

Verkefnisstjóri: Gunnar Steinn Magnússon

Styrkþegi: Expectus Softwar

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica