Einstaklingsmiðuð skjalageymsla á bálkakeðju - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

27.10.2022

Hugbúnaðarfyrirtækið Code North ehf. hefur gefið út appið Records.is fyrir rafræna varðveislu og undirritun skjala. Lausnin er sérstaklega hönnuð með þarfir einstaklinga og smærri fyrirtækja í huga og er ætlað að aðstoða þá aðila að halda utan um lagaleg skjöl, undirrita rafræn skjöl og senda skjöl til undirritunar. 

Hugbúnaðarlausnin er bæði vefur og app sem er útfært af miklum metnaði til að vera notendavæn og falleg í senn. Með appinu geta einstaklingar og fyrirtæki fært skjöl í sérhæfða gagnageymslu og undirritað með fullgildri rafrænni undirritun. Í appinu er auðvelt að leita í skjölum og skilur leitarvélin beygingarmyndir íslensks nútímamáls. Jafnframt flokkar appið skjöl sjálfkrafa með notkun gervigreindar. Skjöl eru dulkóðuð og með öflugri aðgangsstýringu. Til viðbótar byggir hugbúnaðurinn á nýrri tækni fyrir sönnunarslóðir og óhrekjanlega varðveislu á staðfestingum sem byggir á bálkakeðjutækni frá Amazon skýjafyrirtækinu, þ.e. óhrekjanlegri sönnunarslóð fyrir breytingar á skjölum er viðhaldið í Quantum Ledger Database (Amazon QLDB).

Logo tækniþróunarsjóðsVerkefnið er enn í þróun og þegar fram líða stundir hafa þeir aðilar sem standa að baki verkefninu væntingar til að lausnin muni koma að miklu gagni aðilum sem í dag hafa ríka þörf fyrir að halda utan um og varðveita sífellt stækkandi safn rafrænna skjala. Skjala sem innihalda hverskonar samninga til staðfestingar sem viðkomandi hefur undirritað. Lausnin er sérstaklega miðuð að íslenskum markaði og er markmið hennar að sinna þörfum einstaklinga og fyrirtækja innan lagalegs umhverfis á Íslandi.

Kerfið er enn í þróunarfasa en allir áhugasamir eru hvattir til að heimsækja www.records.is og skrá sig á biðlista til að fá aðgang að þjónustunni.

Records.is er stutt og Tækniþróunarsjóði og hefur sá stuðningur skipt sköpum fyrir þá aðila sem að lausninni standa til að hún geti orðið að veruleika.

Records.is nýtir sér gögn frá Árnastofnun. Beygingarlýsing nútímamáls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Höfundur og ritstjóri er Kristín Bjarnadóttir. https://bin.arnastofnun.is/

HEITI VERKEFNIS: Einstaklingsmiðuð skjalageymsla á bálkakeðju

Verkefnisstjóri: Jóhann Grétarsson

Styrkþegi: Code North ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica