Bætt meðhöndlun bolfiskafla - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.2.2021

Rannsóknar- og þróunarverkefnið „Bætt meðhöndlun bolfiskafla“ snéri að þarfagreiningu fyrir bestu meðhöndlun og frágang bolfisksafla um borð í skipum með það að markmiði að skila hágæða hráefni til framhaldsvinnslu. 

Logo tækniþróunarsjóðsVerkefnið var unnið í samstarfi Matís, Háskóla Íslands, Promens, Iceprotein og útgerðanna FISK Seafood, Samherja og HB granda (nú BRIM). Markmiðið verkefnisins voru að auka gæði afurða og bæta þannig ímynd á mörkuðum íslenskra sjávarafurða. Með aukinni tækniþróuna og bættri stýringu á meðhöndlun hráefnis nást einsleitari afurðir og jafnari gæði.

Á verktímanum átti sér stað endurnýjun á stórum hluta ferskfiskflota þeirra útgerða sem voru aðilar að verkefninu. Unnar voru rannsóknir samhliða þróun á vinnsludekkjum alls átta nýrra og endurbættra ísfisktogara íslenska flotans. Lagt var mat á mismunandi aðferðir og tæknilausnir með áherslu á blæðingarferla og ofurkælingu bolfisks. Niðurstöður verkefnisins skiluðu á verktímanum úrbótum á verklagi og hönnunarforsendum fyrir tæknibúnað tengdum frumvinnslu á bolfisk frá veiðum að framhaldsvinnslu. Ávinningur þessa er m.a. aukin hagræðing með bættum afurðum, nýtingu og einsleitari gæðum. Einnig var markmið að auka sjálfvirkni um borð í skipum og ná betri stjórn á mikilvægum breytum sem hafa áhrif á gæði bolfisks, svo sem hitastigi, blóðtæmingu og fallhæð/hnjaski.

Megin ávinningur verkefnisins felst í:

  • Aukinni þekkingu á meðhöndlun og forvinnslu bolfisks
  • Þróun nýrra verkferla og tæknilegra lausna um borð í skipum
  • Aukin gæði, geymsluþol og verðmæti afurða

HEITI VERKEFNIS: Bætt meðhöndlun bolfiskafla

Verkefnisstjóri: Sæmundur Elíasson

Styrkþegi: Matís, HB Grandi/BRIM, FISK Seafood, Samherji, Promens, Iceprotein, Háskóli Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 33.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica