Arkio markaðssetning í sýndarveruleika - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.10.2022

Ný útgáfa af Arkio, sem gerir notendum kleift að hanna arkítektúr í sýndarveruleika, hefur verið sett á markað á Meta Quest App Store. Arkio vann þess uppfærslu

í nánu samráði við Meta (áður nefnt Facebook) og er þetta stórt skref fram á við í að markaðssetja Arkio á heimsvísu. Nú þegar er fjöldi fyrirtækja og einstaklinga að nýta Arkio í alls kyns hönnun, allt frá skipulagsvinnu yfir í arkítektúr yfir í hönnun sýndarheima.Logo tækniþróunarsjóðs

Til að komast að í Quest App Store þurfa öpp að fara í gegnum strangt ferli hjá Meta, enda eru öpp sérvalin til að vera í búðinni. Nú getur því hver sem er sem á Meta Quest sýndarveruleikagleragu nálgast Arkio með auðveldum hætti. Quest eru langmest seldu sýndarveruleikagleragu í heiminum í dag.

Í nýjust útgáfu Arkio geta notendur nýtt sér nýja möguleika, s.s. Meta Avatars, hönnun í blönduðum raunveruleika (e. Mixed Reality) og hannað með tilbúnum byggingareiningum.

Jafnframt hefur bæst við tenging við Unity, til viðbótar við Revit, Rhino og SketchUp, og eins geta notendur unnið með mun stærri senur en áður mögulegt. Arkio er eftir sem áður aðgengilegt líka á tölvum, spjaldtölvum og í símum. 

Í tengslum við útgáfu Arkio hefur verið unnið margvíslegt markaðsstarf og hefur Arkio þar notið góðs af markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði.

Hægt er að prófa Arkio ókeypis á Meta Quest App Store og í öðrum appbúðum.

HEITI VERKEFNIS Arkio markaðssetning í sýndarveruleika

Verkefnisstjóri: Hilmar Gunnarsson

Styrkþegi: Arkio ehf.

Tegund styrks: Markaður

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica