Alþjóðleg markaðssókn Ankeri Platform - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

28.10.2022

Ankeri hlaut markaðsstyrk Tækniþróunarsjóðs snemma árs 2021. Verkefnið fól í sér gerð markaðsáætlunar, þróa markaðsefni og hefja sókn á markað. Vegna Covid-19 var umhverfi til alþjóðlegrar markaðssóknar á tímabilinu krefjandi. Með skapandi nálgun og endurmati á aðferðum náði Ankeri þó góðum markaðstengdum árangri og niðurstöður verkefnisins skapa góðan grunn fyrir alþjóðlega markaðssókn Ankeris til framtíðar.

Ankeri starfar á alþjóðlega flutningsskipamarkaðnum, sem er að ýmsu leyti íhaldsamur og byggir mikið á persónulegum samskiptum. Markaðssóknin, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði byggt á persónulegum fundum, heimsóknum til viðskiptavina og þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum og sýningum, var að nokkru leyti flutt á netið: Settur var kraftur í hönnun á nýju markaðsefni, þar með talið nýrrar heimsíðu, www.ankeri.net , gerð var markaðsgreining og útfærslu markaðsefnis, svo sem með ritun og birtingu greina á fagtengdum miðlum.

Félaginu tókst með þessum hætti að auka sýnileika sinn almennt innan skipamarkaðarins og ná athygli einstakra viðskiptavina. Vegna þeirrar markaðsvinnu sem hefur verið unnin hefur Ankeri nálgast þátttöku sína á fagsýningum á árinu með markvissum hætti. Þar má nefna að félagið tók þátt í SMM sem haldin var í Hamborg í sptember. Stóð félagið að vel heppnuðum hliðarviðburði um sjálfbærni í skipaiðnaði sem var sóttum af mörgum helstu aðilum skipamarkaðarins. Ennfremur hlaut Ankeri þá viðurkenningu að vera valið „ Maritime Startup of the Year 2022“ af sýningargestum.

Aðstæður urðu einnig til þess að uppbygging erlendis var flýtt og hefur félagið nú tvo starfsmenn í Þýskalandi. Það gerði félaginu betur kleift að eiga í persónulegum samskiptum við viðskiptavini þó millilandaferðalög væri takmörkuð, byggja upp ný viðskiptasambönd og vera með virka viðveru á lykilmörkuðum í Evrópu. Áskriftartekjum félagsins uxu um 80% á verkefnistímanum og var vöxturinn allur erlenis. Ennfremur náði félagið athygli innlendra og erlendra fjárfesta og lauk stórri fjármögnun þegar nokkuð var liðið á verkefnið.Logo tækniþróunarsjóðs

Markaðsstyrkur Tækniþróunarsjóðs gerði félaginu kleift að leggja góðan grunn að frekari markaðssókn og stuðla þannig að áframhaldandi vexti félagsins.

HEITI VERKEFNIS: Alþjóðleg markaðssókn Ankeri Platform

Verkefnisstjóri: Kristinn Aspelund

Styrkþegi: Ankeri Solutions ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica