Adversary, skalanleg öryggisþjálfun - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Adversary er verkefna- og þjálfunarkerfi sem gefur forriturum og öðrum í hugbúnaðarþróun tækifæri á að fræðast, á verklegan hátt, um hættur vegna netárasa.
Netárasir á fyrirtæki eru talin vera eina af þremur mestu hættum á heimsvísu (World Economic Forum, 2018). Áætlað er að árlegur kostnaður vegna netárasa muni nema allt að 6 trilljón Bandaríkjadala árið 2021.
Árasaraðilar hafa beitt sömu aðferðum við netárasir til margra ára en meginástæðu þess má rekja til að öryggisfræðsla til starfsmanna í hugbúnaðarstörfum hefur verið ábótvant. Talið er að allt að 76% af nemendum sem útskrifast úr tölvunarfræði og hefja störf hjá fyrirtækjum, um allan heim, hafi ekki fengið neina öryggisfræðslu. Sú litla fræðsla sem hefur verið í boði hefur hingað til að mestu farið fram í formi fyrirlestra sem getur verið flókið fyrir stjórnendur fyrirtækja að skipuleggja og skilja oft lítið eftir er varðar öryggisfræðslu og hvernig hugbúnaðarsérfræðingar fyrirtækja eigi að skrifa öruggari kóða.
Með Adversary upplifa notendur raunverulegar afleiðingar af einföldum mistökum við hugbúnaðarþróun með því að setja sig í spor hakkarans. Lausnin byggir á “gamification” við að leysa þrautir sem tryggir skemmtilega upplifun fyrir notendur sem safna stigum og stunda starfsmenn samfellda (e. continuous) öryggisþjálfun allan ársins hring.
Adversary hlaut markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði í apríl 2019. Styrkurinn hefur gert fyrirtækinu kleift að bæta verulega markaðsstarf sitt í Evrópu og stuðlaði styrkurinn að aukinni áherslu á stafræna markaðssetningu sem hefur aukið verulega þekkingu á Adversary vörumerkinu (brand awareness). Með styrknum hefur fyrirtækið fjölgað sölu- og samstarfsaðilum í Skandinavíu og Evrópu sem hefur leitt til stærri sölupípu. Samstarfsaðilar í dag eru eru með starfstöðvar í Skandinavíu, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Benelux löndum og í Bandaríkjunum.
Nú hafa yfir 34 fyrirtæki keypt áskrift að Adversary öryggisþjálfunarlausninni. Þar á meðal mörg stór erlend fyrirtæki á borð við Sony Music Entertainment, Spotify, AIG, Memorial Herman Health System, Centiro Solutions, Avanza Bank, Marginalen Bank auk stórra íslenskra fyrirtækja. Núverandi sölupípa er góð og telur hátt í 160 alþjóðleg fyrirtæki sem eru að prófa lausnina.
Fjárhagslegur stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur ekki einungis stuðlað að auknum áhuga viðskiptavina heldur einnig áhuga fjárfesta á fyrirtækinu. Ljóst er að staða fyrirtækisins væri ekki eins og góð og raun ber vitni, ef ekki hefði komið til markaðsstyrks frá Tækniþróunarsjóði.
Netöryggis markaðurinn er mikill vaxtamarkaður og er talinn verða metinn á um USD 248 milljarða árið 2023 því ljóst að mikil tækifæri eru í Adversary lausninni.
Sjá nánari upplýsingar á https://www.syndis.is/
Heiti verkefnis: Adversary – skalanleg öryggisþjálfun
Verkefnisstjóri: Árni S. Pétursson
Styrkþegi: Syndis ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.