Hámörkun og gilding á UPLC-MS/MS aðferð fyrir greiningu og eftirlit með lyfjameðferð sjúklinga með APRT skort í blóðvökva - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.8.2021

Markmið rannsóknarinnar var að þróa aðferð með háþrýstivökvagreini tengdum tvöföldum massagreini (UPLC-MS/MS) með það að markmiði að bæta klíníska greiningu og eftirlit með lyfjameðferð sjúklinga með adenínfosfóríbósýltransferasa (APRT)-skort.

APRT-skortur leiðir til aukins útskilnaðar á 2,8-díhýdroxýadenín (DHA), sem er mjög torleyst í þvagi og leiðir til myndunar á nýrnasteinum og langvinnum nýrnasjúkdómi. Lyfjameðferð með xanþínoxídóredúktasa (XOR) hemlunum allópúrinóli og febúxóstat, dregur úr DHA-útskilnaði í þvagi og framrás langvinns nýrnasjúkdóms. Aðferðir sem hafa verið notaðar við eftirfylgni lyfjameðferðar skorti sérhæfni og eru mjög háðar reynslu þess sem framkvæmir rannsóknina. Þörf var því á áreiðanlegri aðferð til eftirlits með lyfjameðferð sjúklinga með APRT-skort og til greiningar á APRT-skorti. UPLC-MS/MS aðferð fyrir samhliða magngreiningu á DHA, öðrum mikilvægum púrínum og XOR-hemlunum allópúrinóli og febúxostati í blóðvökva var hámörkuð með hönnun tilrauna (design of experiment, DoE).

UPLC-MS/MS blóðvökva aðferðin mun veita mikilvægar upplýsingar um uppsöfnun DHA í blóðvökva og bæta eftirlit með lyfjameðferð sjúklinga og er því líkleg til að bæta lífsgæði sjúklinga með APRT-skort.

English:

The aim of this study was to develop an ultra-performance liquid chromatography tandem mass spectrometry (UPLC-MS/MS) assay for therapeutic drug monitoring and diagnosis of patients with adenine phosphoribosyltransferase deficiency (APRTd).

APRTd results in excessive urinary excretion of poorly soluble 2,8-dihydroxyadenine (DHA), that leads to nephrolithiasis and chronic kidney disease (CKD). Treatment with the xanthine oxidoreductase (XOR) inhibitors allopurinol or febuxostat reduces DHA excretion and prevents or slows CKD progression. Previously used methods for therapeutic drug monitoring have shown lack of specificity and to be operator dependent. A reliable method for comprehensive therapeutic drug monitoring and diagnosis of patients with APRTd was thus needed. A UPLC-MS/MS method for simultaneous quantification of DHA, key intermediary purine metabolites and the XOR inhibitors allopurinol and febuxostat in human plasma was optimized utilizing the chemometric approach design of experiments (DoE).

The novel UPLC-MS/MS plasma assay will provide a useful tool for the assessment of DHA plasma accumulation and for therapeutic drug monitoring of patients with APRTd and is thus likely to improve the care of patients.

Heiti verkefnis: Hámörkun og gilding á UPLC-MS/MS aðferð fyrir greiningu og eftirlit með lyfjameðferð sjúklinga með APRT skort í blóðvökva/Optimization and Validation of a UPLC-MS/MS Plasma Assay for Diagnosis and Pharmacotherapy Monitoring of Patients with APRT Deficiency
Verkefnisstjóri: Unnur Arna Þorsteinsdóttir, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Doktorsnemastyrkur
Styrktímabil: 2020
Fjárhæð styrks: 6,49 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 206705









Þetta vefsvæði byggir á Eplica