Rannsóknasjóður: júní 2019

27.6.2019 : Kortlagning og vöktun á náttúru Íslands með fjarkönnun - öndvegisverkefni lokið

Á Íslandi valda náttúruöflin sem og umsvif mannsins örum breytingum á landslagi sem aftur hefur félagshagfræðileg áhrif á land og þjóð. Hér á landi eru breytingar, sem verða af völdum t.d. jarðskorpuhreyfinga, eldvirkni, jöklunar eða veðráttu, dæmi um slíkar sem eiga sér stað víðsvegar um heim og hafa áhrif á nútímasamfélög manna. Þar sem náttúruöflin eru afar virk sem og nú á tímum loftslagsbreytinga verður mikilvægi samtíma kortlagningar og vöktunartækni í hárri tímaupplausn seint ofmetin. Hún gegnir lykilhlutverki í að draga úr áhrifum og skilja umfang náttúrulegra ferla sem jafnframt geta tengst innbyrðis. 

Lesa meira

27.6.2019 : Hermi- og brjóstvitstrjáleit í alhliða leikjaspilun og öðrum flóknum ákvörðunartökuvandamálum - verkefni lokið

Tækni byggð á gervigreind er að finna í síauknum mæli í hugbúnaði og tækjum sem þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir í rauntíma. Brjóstvitsleit er ein af grundvallar lausnaraðferðum gervigreindar við að leysa slík ákvörðunartökuvandamál. Á undanförnum árum hefur ný gerð brjóstvitsleitaraðferða verið að ryðja sér til rúms, sem leggja aukna áherslu á hermileit. Í þessu verkefni voru slíkar hermiaðferðir við leit rannsakaðar og endurbættar með vélnámsaðferðum, og gæði þeirra metin í alhliðaleikjaspilun og öðrum flóknum ákvörðunarvandamálum, þ.m.t. í vandamálum tengdum orkugeiranum og fiskvinnslu.

Lesa meira

27.6.2019 : Bakgrunnsljós vetrarbrautanna með augum næstu kynslóðar geimsjónauka - verkefni lokið

Eftir að fyrstu sólstjörnurnar hófu að myndast byrjaði ljós að safnast fyrir í myrkum alheimi. Bakgrunnsljós alheimsins er uppsöfnuð birta allra þeirra stjarna sem skinið hafa í alheimssögunni og hefur því að geyma mikilvægar upplýsingar um myndun og þróun vetrarbrauta frá upphafi til dagsins í dag. Þessu verkefni var ætlað að varpa ljósi á frumuppsprettur bakgrunnsljóssins og undirbúa þessa undirgrein stjanvísindana fyrir komu næstu-kynslóðar geimsjónauka: James Webb sjónauka NASA og Euclid sjónauka ESA. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica