Bakgrunnsljós vetrarbrautanna með augum næstu kynslóðar geimsjónauka - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

27.6.2019

Eftir að fyrstu sólstjörnurnar hófu að myndast byrjaði ljós að safnast fyrir í myrkum alheimi. Bakgrunnsljós alheimsins er uppsöfnuð birta allra þeirra stjarna sem skinið hafa í alheimssögunni og hefur því að geyma mikilvægar upplýsingar um myndun og þróun vetrarbrauta frá upphafi til dagsins í dag. Þessu verkefni var ætlað að varpa ljósi á frumuppsprettur bakgrunnsljóssins og undirbúa þessa undirgrein stjanvísindana fyrir komu næstu-kynslóðar geimsjónauka: James Webb sjónauka NASA og Euclid sjónauka ESA. 

Meginútkoma verkefnisins kristallaðist í grein sem birtist í Science í lok árs 2018 þar sem bakgrunnsljósið var mælt af mikilli nákvæmni með hjálp 740 risasvarthola í órafjarlægð. Útfrá þessum mælingum með Fermi geimsjónauka NASA var unnt að endurskapa sögu stjörnumyndunar yfir tímabil sem nær yfir 90% af sögu alheimsins. Ennfremur voru settar skorður á magn ljóss sem til var í árdaga alheimsins, þegar fyrstu vetrarbrautirnar voru að myndast skömmu eftir Miklahvell. Það gefur til kynna að James Webb geimsjónaukinn sem skotið verður á loft 2021, muni líkast til ekki finna jafnmargar daufar vetrarbrautir frá þessu mikilvæga tímabili og búist var við.

English:

Shortly after the first stars started to form, light began accumulating in the otherwise dark Universe. The Extragalactic Background Light (EBL) is the built-up radiation from all stars in the cosmic history and thus contains important information on the formation and evolution of galaxies. This project was focused on characterizing the sources of the EBL and laying the groundwork for upcoming space telescopes: NASA's James Webb Space Telescope and the ESA's Euclid Space Telescope. The main results of this project are reflected in a paper that appeared in Science late 2018, where the EBL was measured to an unprecedented accuracy with the help of 740 supermassive black holes located at large distances. Data from the Fermi Large Area Telescope, enabled the reconstruction of the star formation history over 90% of cosmic history. Moreover, we constrained the amount of light that existed in the early Universe, when the first galaxies were assembling. This indicates that the James Webb Space Telescope will not find as many faint galaxies at this crucial epoch as some models suggest.

Heiti verkefnis: Bakgrunnsljós vetrarbrautanna með augum næstu kynslóðar geimsjónauka/The Extragalactic Background Light Through the Eyes of the Next Generation Space Telescopes
Verkefnisstjóri: Kári Helgason, Raunvísindastofnun
Tegund styrks: Rannsóknarstöðustyrkur
Styrktímabil: 2017-2018
Fjárhæð styrks: 15,93 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 173728









Þetta vefsvæði byggir á Eplica