Vinnutengd heilsa íslenskra ungmenna: Þáttur vinnuskipulags og öryggisþjálfunar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.8.2022

Rannsóknin „Vinnutengd heilsa og öryggi ungmenna á vinnustað“ fékk þriggja ára nýdoktorsstyrk úr Rannsóknasjóði í byrjun árs 2017. Markmið rannsóknarinnar var að skoða vinnutengda heilsu 13-19 ára íslenskra ungmenna og öryggi þeirra á vinnustað hvað varðar vinnuverndarfræðslu og öryggisþjálfun, vinnuslys, stoðkerfisverki og geðræna líðan. Gögnum fyrir rannsóknina var safnað á tvennan hátt. Annars vegar voru hópviðtöl og einstaklingsviðtöl tekin við 45 ungmenni á aldrinum 13-19 ára. Hins vegar var ítarlegur spurningalisti lagður fyrir samtals 2.800 ungmenni á sama aldri. Þau ungmenni voru slembivalin úr Þjóðskrá.

Algengt er að vestræn ungmenni stundi tímabunda vinnu samhliða skóla og launavinna íslenskra ungmenna er óvenju mikil. Börn og unglingar hafa sama rétt til vinnuverndar og fullorðnir. Auk þess tryggir vinnuverndarlöggjöfin rétt þeirra sem eru yngri en 18 ára til sérstakrar vinnuvendar og kveður á um að aldurshópurinn megi ekki vinna við hættuleg störf sem geta ógnað þroska þeirra og heilsu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að oft á tíðum er þessi réttur unga fólksins hins vegar virtur að vettugi. Hvoru tveggja vinnuverndarfræðsla og öryggisþjálfun ungmenna er ábótavant hérlendis. Aðeins þriðjungur svarenda spurningakönnunarinnar hafði fengið einhverja vinnuvendarfræðslu í skóla og einugis 14% öryggisþjálfun í vinnu. Almennt var sú fræðsla og þjálfun sem þó var í boði ómarkviss og ekki í samræmi við ríkjandi áherslur í kennslufræðum. Ungmennin sögðu frá margvíslegum þáttum sem gátu ógnað öryggi þeirra í vinnunni en einnig að þau hikuðu oft við að segja frá þeim ógnum. Þau sem töldu sér fært að segja frá stóðu síðan gjarnan frammi fyrir því að ekki var brugðist við ábendingum þeirra. Niðurstöðurnar benda til að þessi skortur á fræðslu, þjálfun og viðbrögðum bitni á heilsu ungmennanna. Þannig höfðu 16% svarenda spurningakönnunarinnar orðið fyrir vinnuslysi og ríflega 1% fyrir slysi sem teljast má alvarlegt. Þá mældust tengsl milli þess að vinna mikið með skóla og bæði stoðkerfiseinkenna og geðrænnar vanlíðanar. Þau ungmenni sem vinna mikið með skóla voru þannig líklegri til að finna fyrir þessum heilsutengdu þáttum en þau sem vinna hóflega eða lítið með skóla.
Þá sýnir rannsóknin athyglisverðan kynjamun. Þannig mældust tengslin milli vinnu með skóla og heilsutengdu þáttanna fyrst og fremst í hópi stúlkna sem er í samræmi við niðurstöður í hópi fullorðinna í vinnu. Hins vegar mældist ekki kynjamunur á umfangi og alvarleika vinnuslysa ungmenna þrátt fyrir að fullorðnir karlar séu almennt líklegri til að lenda í vinnuslysum en fullorðnar konur.

English:

The research project „Occupational health and safety of young Icelander: The Role of Work Organisation and Safety Training“ received a three year postdoctoral grant from the IRF in January 2017. The aim of the research was to examine occupational health and safety (OHS) of 13-19-year-olds in Iceland regarding OHS education and safety training, work accidents, and the association between teenage work and both musculoskeletal symptoms and mental health. Mixed methods were applied in the research and both quantitative and qualitative data collected. As such, twelve group, and seven individual interviews with a total of 45 teenagers were conducted, and a survey was sent to a sample of 2.800 13-19-year-olds, randomly selected from Registers Iceland.
It is common that teenagers in Western Societies undertake some paid work along their education. The age-group holds identical OHS rights as adults do. In addition, the OHS legislation guarantees those under the age of 18 special occupational protection, and prohibits dangerous work which can jeopardize their development, education, and health. Nevertheless, the results of the research show that the OHS rights of the young people is often breached. In general, teenagers are poorly informed about their OHS rights at school, only a small minority of teenagers, or 14%, receives any safety training when they enter their workplace, the quality of the safety training provided is usually low, and high-engagement training lacking. Also, the young workers could identify various hazards at their workplaces. Nevertheless, they hesitated to speak up about those hazards, and when they did their concerns were often simply ignored.
The findings of the research indicate that this lack of OHS education, safety training and reaction to hazards at work threatens the young workers’ health. Thus, 16% of the respondents of the survey reported that they had suffered at least one work accidents, and 1% an accident that led to more than one week’s absence from work, indicating a serious injury. Also, an association was identified between term-time work and both musculoskeletal symptoms and mental symptoms. Teenagers who undertake intensive term-time work are more likely to suffer such symptoms than those who are in moderate or no work.
In addition, the research shows notable gender difference. As such, the associations between both musculoskeletal and mental symptoms first and foremost persist among the girls but disappear among the boys. This gender difference is identical to what is known in the population of adult workers. However, the result did not show any gender difference regarding the extent and the seriousness of the teenage work accidents whereas adult men are generally more likely than adult women to have work accidents.

Heiti verkefnis: Vinnutengd heilsa íslenskra ungmenna: Þáttur vinnuskipulags og
öryggisþjálfunar / Occupational Health and Safety of Young Icelanders: The Role of Work Organisation and Safety Training
Verkefnisstjóri: Margrét Einarsdóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Nýdoktorsstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 25,589 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 174272









Þetta vefsvæði byggir á Eplica