Úthlutunarfundur Rannsóknasjóðs 2023

16.1.2023

Rannsóknasjóður boðar til fundar, í tilefni úthlutunar Rannsóknasjóðs, föstudaginn 27. janúar, kl. 14:00 til 15:30 á Hótel Reykjavík Natura.

Úthlutun Rannsóknasjóðs og fundur í tilefni hennar verður föstudaginn 27. janúar næstkomandi. Fyrir fundinn munu allir umsækjendur fá tölvupóst með niðurstöðu stjórnar.

Úthlutunarfundurinn fer fram á Hótel Reykjavík Natura og hefst klukkan 14:00 auk þess sem fundurinn verður í beinu streymi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnar fundinn.

Dagskrá*

  • Opnun fundar - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  •  Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
  •  Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs
  • Örsaga: Már Másson, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands
  •  Örsaga: Paolo Gargiulo, prófessor, forstöðumaður Heilbrigðistæknisetur Landspítala og Háskólans í Reykjavík
  •  Styrkþegar 2023 og myndataka

Léttar veitingar að loknum fundi.

Öll velkomin.

Til að auðvelda áætlun á veitingum biðjum við þátttakendur um að skrá sig á fundinn.

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn


*Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica