Tími, rými, frásögn og Íslendingasögur - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.3.2018

Markmið verkefnisins var að varpa skýrara ljósi á það hvernig tími og rými er sett á svið og lýst í Íslendingasögum.

Rannsóknarverkefninu „Tími, rými og frásögn í Íslendingasögnum“ er nú lokið. Að verkefninu komu átta fræðimenn sem eru komnir mislangt á ferli sínum: doktorsnemar, nýdoktorar og prófessorar bæði við Stofnun Árna Magnússonar og Háskóla Íslands, auk samstarfsfólks frá háskólunum í Árósum og Zürich. Markmið verkefnisins var að varpa skýrara ljósi á það hvernig tími og rými er sett á svið og lýst í Íslendingasögum. Verkefnið hefur verið mjög farsælt. Einni doktorsritgerð er lokið og hefur hún verið lögð fram til varnar við Háskóla Íslands í maí nk. Tvær aðrar eru langt komnar. Stafræna sagnakortið hefur þróast mjög og aukist. Auk þess hefur nokkur fjöldi greina og bókarkafla komið út í tengslum við verkefnið. Í mars 2017 var haldin lokaráðstefna verkefnisins með 27 þátttakendum frá ýmsum löndum. Stefnt er að útgáfu ráðstefnurits á árinu 2019 og hefur Brepols útgáfan lýst sig reiðubúna til samstarfs um útgáfu ritsins.

English:

The Rannís project „Time, Space and Narrative in the Sagas About Early Icelanders“ has come to an end. It involved eight scholars at different stages in their careers, from PhD students to full professors from the University of Iceland and the Árni Magnússon Institute, as well as collaborators from Aarhus University and the University of Zürich.. The aim was to further our understanding of the construction and utilisation of time and space in the narrative of the Íslendingasögur. The project was very succesful. Among its outputs are one completed PhD thesis, a second very well-advanced one, considerable progress on the creation of the Digital Saga Map as well as numerous publications in journals and conference volumes. Papers from the final conference will be published, probably by Brepols in 2019.

Heiti verkefnis: Tími, rými, frásögn og Íslendingasögur / Time, Space, Narrative and the Íslendingasögur
Verkefnisstjóri: Torfi Tulinius, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 29,66 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  141764









Þetta vefsvæði byggir á Eplica