Tengsl landnotkunar og verndar farfugla á láglendi Íslands - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

28.2.2017

Verkefnið snerist um að kanna tengsl vaðfuglastofna við landbúnað svo samræma megi náttúruvernd og landbúnaðarframleiðslu sem best.

Líffræðileg fjölbreytni á heimsvísu tapast nú með miklum hraða af völdum umsvifa manna svo sem vegna aukinnar ákefðar í landbúnaði og útþenslu byggðar. Þrátt fyrir að nauðsyn líffræðilegrar fjölbreytni sé vel þekkt hefur gengið illa að aðlaga landnotkun að varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni. Á Íslandi eru stórir stofnar vaðfugla sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að vernda. Verkefnið snerist um að kanna tengsl vaðfuglastofna við landbúnað svo samræma megi náttúruvernd og landbúnaðarframleiðslu sem best. Gerð var könnun meðal bænda víða um land þar sem viðhorf þeirra til náttúruverndar var kannað ásamt áætlunum þeirra um að auka flatarmál ræktaðs lands. Langflestir bændur voru jákvæðir gagnvart vernd fuglastofna og margir sögðust þegar grípa til ráðstafana til að vernda fugla. En einnig kom í ljós að 60% bænda telur að þeir muni auka flatarmál ræktaðs lands á allra næstu árum svo blikur eru á lofti.

Heiti verkefnis: Tengsl landnotkunar og verndar farfugla á láglendi Íslands
Verkefnisstjóri: Tómas Grétar Gunnarsson, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi
Tegund styrks: Öndvegisstyrkur
Styrkár: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 44,297 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 130412-05

Þéttleiki og útbreiðsla vaðfugla var borin saman milli landbúnaðarlands og úthaga. Almennt voru fleiri fuglar í úthaga en á landbúnaðarlandi en þó var munur milli landshluta, tíma sumars (útungun eða ungatími) og milli tegunda. Oftar en ekki kjósa vaðfuglar því frjósaman úthaga fremur en landbúnaðarland og því er líklegt að aukinn landbúnaður hafi verulega áhrif á íslenska vaðfuglastofna. Kannað var hvernig framboð af landbúnaðarlandi í umhverfinu, upp í 2,5 km frá talningarstað, hafði áhrif á fjölda vaðfugla á Suðurlandi. Talsverður munur var milli svæða. Í hinum flötu lágsveitum, sem sögulega eru frjósamar flæðisléttur, var almennt minna af vaðfuglum á talningarblettum þar sem meira var af landbúnaði í umhverfinu. Í uppsveitunum þar sem meira er af rýru landi snerist þetta mynstur við og vaðfuglar voru fleiri þar sem meira var af landbúnaðarlandi í umhverfinu. Í verkefninu fengust því vísbendingar um að áhrif landbúnaðar á vaðfugla á Íslandi séu margslungin og það fari eftir undirliggjandi frjósemi og landsháttum í hvort áhrif aukins landbúnaðar á vaðfugla verða neikvæð eða jákvæð. Einnig voru könnuð ýmis mynstur sem ráða tengslum landbúnaðar við varpárangur vaðfugla. Varpárangur er breytilegur bæði í tíma og rúmi. Áramunur er talsverður og hann ræðst einkum af veðurfari og breytileika í afkomu hreiðra. Landnotkun, einkum stýring á gróðurhæð (með beit eða slætti) skiptir miklu máli og spilar saman við áhrif loftslagsbreytinga. Þær fjölbreyttu niðurstöður sem koma út úr verkefninu munu nýtast við stefnumótun og ráðgjöf um hvernig samræma má landnotkun og vernd líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi betur.

Helstu afurðir verkefnisins

Birtar og samþykktar greinar – 9 (tekið er fram hvort grein er í Open Access)

Jóhannesdóttir, L., Arnalds, O., Brink, S. & Gunnarsson, T.G. 2014. Identifying important bird habitats in a sub-arctic area undergoing rapid land-use change. Bird Study 61: 544-552.

Gunnarsson, T.G., Jóhannesdóttir, L., Alves, J.A. & Gill, J.A. 2016. Effects of spring temperature and volcanic eruptions on wader productivity. Ibis, doi: 10.1111/ibi.12449 (Landsaðgangur)

Gunnarsson, T.G., Arnalds, O., Appleton, G., Mendés, V. & Gill, J.A. 2015. Ecosystem recharge by volcanic dust drives broad-scale variation in bird abundance. Ecology and Evolution. DOI: 10.1002/ece3.1523 (Open Access)

Alves, J.A., Dias, M.P., Mendez, V., Katrínardóttir, B., & Gunnarsson, T.G.2016. Very rapid long-distance sea crossing by a migratory bird. Scientific Reports, 6: 38154 (Open Access)

Bulla, M., Valcu, M,…,Alves, J.A.,… + 73 authors. 2016. Defying the 24‐h day: Unexpected diversity in socially synchronized rhythms of shorebirds. Nature, 540: 109-113. (Open Access)

Alves, JA, Gunnarsson, TG & Gill, JA 2016. Estudiando la ecologia de las agujas colinegras de Islandia: expansión poblacional, migración y guerra de sexos. El Indiferente 22, 155-167 (in spanish). (Open Access)

Jóhannesdóttir, L., Alves, J.A., Gill, J.A. & Gunnarsson, T.G. 2017 (in press). Reconciling biodiversity conservation and agricultural expansion in the sub-arctic environment of Iceland. Ecology and Society, in press. (Open Access)

Pearce-Higgins, J.W.,…,Alves, J.A.,… + 33 authors. (in press). A global threats overview for Numeniini populations: synthesising expert knowledge for a group of declining migratory birds. Bird Conservation International.

Jóhannesdóttir, L., Gill, J.A., Alves, J.A. & Gunnarsson, T.G. 201X. (submitted) Icelandic meadow breeding waders: status, threats and conservation challenges. International Wader Studies.

Handrit í vinnslu - 7

Alves, J.A., Gunnarsson, T.G., Sutherland, W.J., Potts, P.M. & Gill, J.A. (submitted). Cascading effects of warming drive changes in phenology, demography and range expansion in a migratory population. J. Anim. Ecol.

Mendez, V., Alves, J.A., Gill, J.G., & Gunnarsson, T.G. (in prep). Patterns and process in survival of shorebirds (Charadrii): a global review.

Mendez, V., Alves, J.A., Gill, J.G., & Gunnarsson, T.G. (in prep). Predicting agricultural expansion in Iceland and consequences for biodiversity.

Jóhannesdóttir, L., Alves, J.A., Gill, J.A. & Gunnarsson, T.G. (in prep). Use of farmed land by breeding birds in a sub-arctic agricultural system.

Jóhannesdóttir, L., J.A., Gill, Alves, J.A., Brink, S.H., Arnalds, O. & Gunnarsson, T.G. (in prep). Effects of landscape structure on wader abundance in lowland Iceland: implications for management.

Gunnarsson, T.G., Alves, J.A., Gilroy, J., Thorisson, B., Potts, P.M., Sutherland, W.J. & Gill, J.A. (in prep) Non-breeding dispersal and juvenile settlement decision in a migratory bird.

Alves, J.A., Gill, J.A. & Gunnarsson, T.G. (in prep). Mechanistic links between temperature and nesting success in an arctic breeding shorebird.

Veggspjöld- 10

Jóhannesdottir, L., Arnalds, O. & Gunnarsson, T.G.Comparing avian biodiversity in different habitats in South Iceland. Wader Study Group Conference, Germany, September 2013.

Jóhannesdóttir, L., Gunnarsson, T.G., Gill, J.A. & Alves, J.A. Is the farmer´s dream a wader´s nightmare? Future developments of agriculture in Iceland. Int. Wader Study Group Conference, Iceland, October 2015. AWARDED “2nd BEST POSTER”

Laidlaw, R.A., Mendéz, V., Alves, J.A., Gill, J.A. & Gunnarsson. Timing of Icelandic wader nesting and predation. Int. Wader Study Group Conference, Iceland, October 2015.

Jóhannesdóttir, L., Gunnarsson, T.G., Gill, J.A. & Alves, J.A. Is the farmer´s dream a wader´s nightmare? Future developments of agriculture in Iceland. The Nordic OIKOS Conference, Turku, Finland, February 2016.

Carneiro, C., Mendez, V., Dias, M.A., Gunnarsson, T.G. & Alves, J.A. Migration, delays and breeding success of Whimbrel (Numenius phaeopus islandicus). VIth Iberian Ornithological Congress, Vila Real, Portugal, April 2016.

Araújo, P.M., Rocha, A., Viegas, I., Villegas, A., Jones, J.G., Ramos, J.A., Masero, J. & Alves, J.A. A new method to estimate lipid flux in Black-tailed godwits Limosa limosa. VIth Iberian Ornithological Congress, Vila Real, Portugal, April 2016

Carneiro, C., Méndez, V., Dias, M.A., Gunnarsson, T.G. & Alves, J.A. Do males overtake females? Migration schedules of Icelandic Whimbrel pairs. Int. Wader Study Group Conference, Reykjanesbaer, Iceland, October 2015. - AWARDED “3rd BEST POSTER”.

Araújo, P.M., Rocha, A., Viegas, I., Villegas, A., Jones, J.G., Ramos, J.A., Masero, J. & Alves, J.A. Black-tailed Godwits feeding on distinct diets show differences in lipid synthesis. International Wader Study Group Conference, Reykjanesbaer, Iceland, October 2015.

Araújo, P.M., Rocha, A., Viegas, I., Villegas, A., Jones, J.G., Ramos, J.A., Masero, J. & Alves, J.A. Dietary regulation of lipid synthesis in Black-tailed Godwits Limosa limosa feeding on distinct diets. 10th European Ornithologists' Union Conference, Badajoz, Spain, August 2015.

Alves, J.A., Gunnarsson, T.G., Appleton G.F., Potts, P.M., Sutherland, W.J., Gill, J.A. Individual-level changes in habitat use along a migration route. European Ornithologists' Union Conference, UEA, U.K., August 2013.

Fyrirlestrar – 50

2013

Lilja Jóhannesdóttir. Fuglar og landbúnaður. Erindi á vegum Fuglaverndar. Reykjavík, nóvember 2013.

Jennifer A. Gill,  Migratory connectivity in birds: causes and conservation implications (invited plenary lecture). European Ornithologists' Union conference, Norwich, UK, Sep 2013

Jennifer A. Gill , Seasonal interactions in migratory birds: individual-based drivers and population-scale patterns (invited plenary lecture). International Waterbird Conference, Wilhelmshaven, Germany, Sep 2013

Tómas Grétar Gunnarsson. Settlement decisions of juvenile shorebirds. British Ornithologists‘ Union Annual Meeting. Invited keynote. Mars 2013.

Tómas Grétar Gunnarsson, Menja von Schmalensee, Kristinn H. Skarphéðinsson, Hildur Vésteinsdóttir, Auður L. Arnþórsdóttir og Hólmfríður Arnardóttir 2013. Nytjaveiðar á villtum fuglum og spendýrum á Íslandi. Líffræðiráðstefnan 2013. Reykjavík 9. nóvember.

Tómas Grétar Gunnarsson, Menja von Schmalensee, Kristinn H. Skarphéðinsson, Hildur Vésteinsdóttir, Auður L. Arnþórsdóttir og Hólmfríður Arnardóttir 2013. Vernd villtra fugla og spendýra. Líffræðiráðstefnan 2013. Reykjavík 9. nóvember.

Alves, J.A. Changing patterns of habitat use by staging Icelandic godwits in the Netherlands. International Wader Study Conference, Wilhelmshaven, Germany, September 2013.

Alves, J.A. Inversiones en "paraísos fiscales": ¿cómo se pueden beneficiar las aves migradoras del sus acciones? Jornadas de Conservación Teleforo Bravo, Tenerife, Canárias, April 2013. (in Spanish)

Alves, J.A. Why is investing in Portugal profitable? A shorebird's perspective! Dep. Biology, University of Minho, Portugal, March, 2013. (in Portuguese)

Tómas Grétar Gunnarsson. Vistkerfi og landgæði. Landgræðsla ríkisins. Gunnarsholt, 12. desember 2013.

Alves, J.A., Gunnarsson, T.G., Hayhow, D., Appleton, G.F., Potts, P.M., Sutherland, W.J. & Gill, J.A. Migratory connectivity and the importance of refuelling sites. European Ornithologists' Union Conference, University of East Anglia, U.K., August 2013.

Tómas Grétar Gunnarsson. Vistkerfi og landgæði. Landgræðslufélag Tungnamanna. Aratunga, 12. desember 2013.

Lilja Jóhannesdóttir. Fuglar og landbúnaður. Erindi á vegum Fuglaverndar. Reykjavík, nóvember 2013.

Tómas Grétar Gunnarsson. Fuglalíf í framtíðinni. Ráðstefna Fuglaverndar. Apríl 2013.

Alves, J., Gunnarsson, T.G., Hayhow, D., Appleton, G.F., Potts, P.M., Sutherland, W.J. & Gill, J.A. Migratory connectivity and the importance of refuelling sites. 13th Rebellion, Centre for Ecology, Evolution and Conservation, University of East Anglia, U.K., March 2013.

2014

Lilja Jóhannesdóttir. Birds and changing agriculture in Iceland. CEEC (The Centre for Ecology, Evolution and Conservation at the University of East Anglia). Norwich, Bretlandi, mars 2014.

Lilja Jóhannesdóttir. Comparing avian biodiversity in different habitats in South Iceland. UEA CEEC (The Centre for Ecology, Evolution and Conservation at the University of East Anglia) Rebellion. Norwich, Bretlandi, mars 2014.

Lilja Jóhannesdóttir. Meadow breeding waders in Iceland – status and prospects. International Wader Study Group Meeting. Haapsalu, Estonia. September 2014

Lilja Jóhannesdóttir. Tengsl landnotkunar og mófugla. Ráðstefna Fuglaverndar. Reykjavík, 29.nóvember 2014.

Jennifer A. Gill,  Black-tailed godwits: migration, behaviour and conservation. Colchester RSPB Group, Colchester, UK, Feb 2014

Jennifer A. Gill,  Icelandic black-tailed godwits: the magic of migration. York Ornithological Club, York, UK, Feb 2014

Jennifer A. Gill,  Drivers of population changes in migratory birds (invited keynote lecture) RSPB Annual Science Meeting, Grantham, UK, Nov 2014

Alves, J.A., Gunnarsson, T.G., Sutherland, W.J., Potts, P.M. & Gill, J.A. Hot and warm: consequences of rising temperatures for breeding and beyond. Joint BES/SFE Conference, Lille, France, December 2014.

Alves, J.A., Gunnarsson, T.G., Sutherland, W.J., Potts, P.M. & Gill, J.A. Hot and warm: consequences of rising temperatures for breeding and beyond. Wader Study Group Meeting, Haapsalu, Estónia, September 2014.

Alves, J.A., Gunnarsson, T.G., Hayhow, D., Potts, P.M., Sutherland, W.J. & Gill, J.A. Is it profitable to invest in Portugal? The Icelandic black-tailed godwit (Limosa limosa islandica) perspective. Congress of the Portuguese Society for Bird Study, Almada, Portugal, March 2014. – AWARDED “BEST TALK”

Tómas Grétar Gunnarsson. Sjálfbær nýting auðlinda – landbúnaður og vistkerfi. Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Mars 2014.

Tómas Grétar Gunnarsson. Búsvæði og dýrastofnar. Skotveiðifélag Íslands. Reykjavík 11. febrúar 2014.

Tómas Grétar Gunnarsson. Íslenskir mófuglar- búsvæðaval og vernd. Ráðstefna Fuglaverndar. Reykjavík, 29. nóvember 2014.

Tómas Grétar Gunnarsson. Hvað er sjálfbær landnotkun? Ársþing rannsókna og fræða á Suðurlandi. Gunnarsholt, 24. nóvember 2014.

Tómas Grétar Gunnarsson. Sjálfbær landnotkun – vistkerfi og ávitar. Stutt kynning í Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Reykjavík, 14. maí 2014.

Tómas Grétar Gunnarsson. Komutími farfugla- á sama tíma að ári. Opinn fyrirlestur í Fjölheimum. Selfoss, 4. apríl 2014.

Alves, J.A. From winter to summer: pre-nuptial migration, connectivity & breeding range expansion in a migratory shorebird. CIBIO-InBIO, University of Porto, December 2014.

2015

Tómas Grétar Gunnarsson, Alves, J.A., Sutherland, W.J., Potts, P.M. & Gill J.A. Settlement decisions of juvenile shorebirds: implications for seasonal interactions. Fyrirlestur á International Wader Study Group Annual Conference. Ásbrú Reykjanesbær, okt. 2015

Gill, J.A., Gunnarsson, T.G., Appleton, G., Potts, P.M. & Alves, J.A. Drivers of advances in timing of bird migration. Int. Wader Study Group Conference, Iceland, October 2015.

Tómas Grétar Gunnarsson, José Alves, WIlliam Sutherland, Peter Potts og Jennifer A. Gill. Settlement decisions of juvenile shorebirds. Erindi haldið á árlegri ráðstefnu Vistfræðifélag Íslands 2015.

Jennifer A. Gill,  Drivers of population change in migratory birds (invited seminar) University of Sheffield, Sheffield, UK, Feb 2015

Jennifer A. Gill,  Black-tailed godwits: migration, behaviour and conservation. Essex Birdwatching Society meeting, Chelmsford, UK, Mar 2015

Jennifer A. Gill,  Migration in space and time (invited Witherby lecture) British Trust for Ornithology annual conference, Swanwick, UK, Dec 2015

Alves, J.A. Gill, J.A. & Gunnarsson, T.G. Mechanistic processes that can drive changes in migratory systems. European Ornithologists' Union conference, Badajoz, Spain, September 2015

Kolbeinsson, Y., van Bemmelen, R., Petersen, A., Alves, J.A., Okill, D., Lehikoinen, A. Petersen, I., Thorstensen S., Ramos, R. & González-Solís, J. Unravelling the migration and wintering grounds of Red-necked Phalaropes Phalaropus lobatus nesting across the Western Palearctic. 2nd World Seabird Conference, Cape Town, South Africa, October 2015.

2016

Tómas Grétar Gunnarsson. Population scale drivers of individual variation and demography in migratory birds. Invited Plenary talk. Nordic Society Oikos (ráðstefna norrænu vistfræðifélaganna), Turku Finland, January 2016.

Alves, J.A. From Bijagós to the world! Wader connectivity & performance at the southernmost major wintering site of the EAF. IBAP, Guiné-Bissau, December 2016.

Jennifer A. Gill,  Icelandic Black-tailed godwits: migration, behaviour and conservation. Suffolk Ornithologists' Group, Ipswich, UK, Jan 2016

Jennifer A. Gill,  Drivers of advances in timing of bird migration (invited lecture) Essex Birdwatching Society Conference, Chelmsford, UK, Mar 2016

Jennifer A. Gill,  Migration in space and time (invited Christmas lecture) University of Exeter, Falmouth, UK, Dec 2016

Jóhannesdóttir, L., Gill, J.A., Alves, J.A. & Gunnarsson, T.G. Land-use change in Iceland: conservation consequences. CEEC (The Centre for Ecology, Evolution and Conservation at the University of East Anglia). Norwich, UK, November 2016.

Carneiro, C., Gunnarsson, T.G. & Alves, J.A. Icelandic whimbrels in time and space: a look into population and individual flexibility. International Wader Study Group Conference, Trabolgan, Ireland, September 2016.

Hüppop, O., Alves, J.A., Bauer, S., Chapman, J.W., Dokter, A., Liechti, F., Reynolds, D.R., Shamoun-Baranes, J. & Gasteren, H. Potentials of the “European Network for the Radar Surveillance of Animal Movement” (ENRAM) in population monitoring and bird conservation. 20th European Bird Census Council Conference: Bird Numbers 2016 'Birds in a changing world'. Halle, Germany, September 2016.

Alves, J.A. From winter to summer: pre-nuptial migration routes and breeding range expansion in a migratory shorebird. Swiss Ornithological Institute - Vogelwarte, Sempach, Switzerland, April 2016.

Alves, J.A. Hot and warm: consequences of rising temperatures for breeding and beyond. 16th Rebellion, Centre for Ecology, Evolution and Conservation, University of East Anglia, U.K., March 2016

Alves, J.A., Mendez, V., Gill, J.A. & Gunnarsson, T.G. Survival of the fittest model: understanding variation on wader survival rates. International Wader Study Group Conference, Trabolgan, Ireland, September 2016.

Stefnumótunarvinna sem notið hefur góðs af verkefninu

Vinna eins og sú sem unnin hefur verið sem hluti af þessu öndvegisverkefni skilar fjölbreyttum niðurstöðum sem gagnast við stefnumótun í náttúruvernd og landnotkun. Sú miðlun hefst strax þegar verkefnið stendur yfir og eykst og straumlínulagast eftir því sem ákveðnum verkhlutum líkur með birtingu greina og kynningu á sértækum niðurstöðum. Þátttakendur í verkefninu hafa komið að ýmis konar stefnumótunarvinnu þar sem niðurstöðurnar hafa nýst beint. Auk sértækrar þýðingar fyrir íslensk úrlausnarefni má sérstaklega nefna alþjóðlega samvinnu um vernd farfugla en þar hefur vinnan lagt mikið til þar sem þekkingu á íslenskum vaðfuglastofnum hefur fleygt verulega fram við verkefnið.

Jennifer A. Gill er sérfræðingur í AEWA Plan Working Group fyrir jaðrakana sem fer fækkandi í Evrópu: http://blacktailedgodwit.aewa.info/). Hún er einnig stjórnarformaður British Trust for Ornithology sem sér að mestu um opinberar fuglarannsóknir í Bretlandi og vernd fuglastofna sem Bretar og Íslendingar deila og sú vinna sem þar fer fram nýtir þekkingu sem hér hefur verið aflað til að bæta vernd þessara stofna og til að auka samvinnu landanna.

José Alves er ráðgjafi fyrir IBAP (Institute for Biodiversity and Protected Areas), Guiné-BIssau policy on wader conservation in the Bijagós Archipelago þar sem margir íslenskir farfuglar dvelja á vetrum (einkum spóar, sandlóur og lóuþrælar). Hann er sömuleiðis ráðgjafi fyrir CAFF (Conservation of Artic Funa & Flora) -AMBI (Arctic Migratory Birds Initiative)  workplan 2015-2019.

Tómas G. Gunnarsson hefur sem forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi lagt opinberum nefndum og ráðum lið með upplýsingar sem fengist hafa í þessu verkefni. Þar má nefna vinnuhóp Umhverfisráðuneytisins um sjálfbæra landnýtingu og vísindanefnd sama ráðuneytis um áhrif loftslagsbreytinga. Þá hefur Tómas setið í faghópi 1 í 3. áfanga rammaáætlunar en þar nýttust niðurstöður rannsóknanna vel við flokkun virkjanakosta. Bernarsamningurinn sem Íslendingar eiga aðild að sendi (ásamt AEWA samningnum) sendinefnd til Íslands 2016 til að meta áhrif skógræktar á fuglastofna. Tómas tók saman minnisblað þar sem niðurstöður þessa verkefnis nýttust og fundaði með nefndinni.

Þá er fyrirhugað að rita leiðbeiningar fyrir bændur um hvernig hægt er að stunda landbúnað og vernda um leið fuglastofna eftir því sem hægt er. Vinna við fjármögnun verkefnisins er hafin. Stefnt er að því að dreifa leiðbeiningunum til bænda um allt land.

Gagnagrunnar

Viðamikilla gagna hefur verið aflað í verkefninu. Þeir koma til með að nýtast þátttakendum verkefnisins, samstarfsfólki, nemendum framtíðarinnar og fleirum við fjölbreytta vinnu:

Gagnagrunnur um ferðir og líf einstaklingsmerktra jaðrakana hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og fjölmargar birtingar í virtustu tímaritum (t.d. tvær í Nature og þrjár í Proc.Roy.Soc. B) hafa stafað af þeim gögnum sem þar eru varðveitt. Grunnurinn var aukinn og honum viðhaldið í þessu verkefni.

Gagnagrunnur með fuglatalningagögnum sem aflað var í mismunandi landgerðum víða um land var byggður upp. Hann mun nýtast vel til frekari greiningar og til samanburðar seinna.

Gagnagrunnur um dreifingu og eðli landbúnaðarlands í tengslum við umhverfisþætti var sömuleiðis byggður upp. Þar bíða ýmis rannsóknatækifæri frekari skoðunar. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica