Sýrustig, v-ATPasi og krabbamein - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

14.8.2018

Verkefni þetta miðaði að því að greina hlutverk vATPasans í sortuæxlum og ákvarða hvort svokallaðir prótonpumpuhemlar hafi áhrif á myndun eða meðferð krabbameins. 

Niðurstöðurnar sýna að v-ATPasar eru mikilvægir fyrir starfsemi sortuæxlisfruma. Þær sýndu einnig að notkun prótonpumpuhemla hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin 15 ár. Hinsvegar hefur notkun þeirra engin áhrif á það hvort sjúklingar greinast með krabbamein í brjósti eða blöðruhálsi né á myndun sortuæxla. Enn er unnið að greiningu á því hvort notkun slíkra lyfja hefur áhrif á krabbameinsmeðferð.

Greining okkar á hlutverki v-ATPasa í sortuæxlum mun mynda grunninn að frekari greiningu á hlutverki þessa mikilvæga próteinflóka í krabbameinum. Skoða þarf betur ástæðuna fyrir hinni auknu notkun prótonpumpuhemla á Íslandi. Þar sem lyf þessi hafa engin áhrif á greiningu krabbameins, a.m.k. ekki á Íslandi, er líklegt að lyf þessi hafi ekki áhrif á æxlismyndun.

English

This project aimed to investigate the role of v-ATPases in melanoma and to characterize if the use of proton pump inhibitors (PPIs) affects cancer diagnosis and/or therapeutic outcome. The results show that v-ATPases are important for melanoma cells. In addition, they show that the use of PPIs has been increasing significantly in the Icelandic population over the last 15 years. However, PPIs do not provide protection against the development of breast or prostate cancer or against melanoma. The effects of PPIs on therapy are still under investigation.

Our work on the effects of v-ATPases in melanoma is forming the basis of further studies on the role of this important proton pump in cancer. The increasing use of PPIs in the Icelandic population needs further assessment in order to determine the underlying causes. However, there is no effect of PPI use on cancer diagnosis which indicates that PPI use does not affect cancer development, at least not in Iceland.

Heiti verkefnis: Sýrustig, v-ATPasi og krabbamein / v-ATPase, pH and cancer
Verkefnisstjóri: Eiríkur Steingrímsson, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Öndvegisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 87,204 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  152715









Þetta vefsvæði byggir á Eplica