Svefnleysi og kæfisvefn - tengsl sjúkdóma og meðferðaheldni - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Þetta verkefni miðaði að því að árangursmeta rafræna meðferð við svefnleysi innan heilsugæslustöðva í Reykjavík.
Svefnleysi er algengt vandamál meðal skjólstæðinga heilsugæslu. Svefnleysi hefur mikil áhrif á heilsu, líðan og lífsgæði fólks og dregur úr framleiðni og eykur fjarvistir frá vinnu. Svefnleysi er oftast meðhöndlað með svefnlyfjum eða einföldum leiðbeiningum um góðar svefnvenjur þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar kveði á um að hugræn atferlismeðferð við svefnleysi eigi að vera fyrsta lausn sem reynd er. Svefnlyfjanotkun er mikil hér á landi sem er áhyggjuefni en ástæðan gæti verið að hluta til vegna skerts aðgengis að annari meðferð innan heilsugæslu. Einstaklingsmeðferð við svefnleysi er tímafrekt og dýrt úrræði sem getur reynst erfitt að innleiða inní starfsemi heilsugæslu. Þessari áskorun væri hægt að mæta með því að bjóða uppá svefnmeðferð sem fer fram rafrænt.
Niðurstöðurnar voru þær að slík meðferð dregur úr svefnvanda, minnkar notkun svefnlyfja
og dregur úr alvarleika svefnleysis hjá þeim sem ljúka meðferð. Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að aukið aðgengi að hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi innan heilsugæslu geti verið góður og árangursríkur kostur til að bæta svefnheilsu og minnka notkun svefnlyfja hér á landi. Hins vegar var brottfall nokkuð hátt í þessari rannsókn og það þyrfti að finna leiðir til að auka meðferðarheldni meðal skjólstæðinga heilsugæslu.
English:
Insomnia is a commonly encountered condition in primary care, associated with significant medical, psychological and socioeconomic consequences. It is most often managed with hypnotic
prescriptions and sleep hygiene advice even though cognitive behavioural therapy for insomnia (CBTI) is the recommended treatment according to clinical guidelines. Hypnotics use is very common in Iceland which could be partly explained by CBT-I not being accessible in primary care. Face to face CBT-I is expensive and time consuming which is a challenge for the primary care setting but this could be solved by delivering the treatment through the Internet. This project aimed at evaluating the effectiveness of delivering Internet-based CBT-I in primary care in Reykjavik.
Results showed that the treatment resulted in significant improvements on all sleep variables, decreased hypnotic drug use and insomnia severity. These findings provide preliminary evidence that Internet-based CBT-I is an effective, feasible and acceptable treatment option to insomnia patients in primary care and offers the promise of increased access and availability of non-pharmacological treatment options in primary care. However, some adjustments are needed, considering high dropout from treatment among primary care patients.
Heiti verkefnis: Svefnleysi
og kæfisvefn - tengsl sjúkdóma og meðferðaheldni / Insomnia and obstructive
sleep apnea -co-morbidity and treatment adherence
Verkefnisstjóri: Erla Björnsdóttir, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Nýdoktorsstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 21,114 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 173701