Sögurnar í AM 510 4to: Varðveisla og viðtökur Finnboga sögu ramma, Víglundar sögu og Bósa sögu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

31.5.2021

      AM 510 4to er skinnhandrit geymt í handritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er skrifað á Íslandi um miðja 16. öld. Í handritinu eru 8 sögur af ýmsum toga og flestar eru að öllum líkindum töluvert eldri en handritin. Samsetning handritsins er nokkuð dæmigerð fyrir síðmiðaldir þar sem ýmsum sögum hefur verið safnað saman í eina bók. 

Tilgangur verkefnisins var að skrifa upp og birta rafrænar útgáfur þriggja sagna sem eru varðveittar í handritinu, Finnboga sögu ramma, Bósa sögu og Friðþjófs sögu frækna. Kveikjan að rannsókninni voru fyrri rannsóknir á Jómsvíkinga sögu, sem einnig er varðveitt í handritinu. Handritið geymir gerð Jómsvíkinga sögu sem er nokkuð ólík eldri texta sögunnar og eitt af markmiðum þessarar rannsóknar var að kanna hvort aðrir textar handritsins sýndu svipaða þróun. Í stuttu máli kom í ljós að textarnir sem valdir voru sýndu ekki jafnmikil frávik frá eldri handritum og Jómsvíkinga saga sýnir en buðu upp á aðra þræði til greiningar. Finnboga saga ramma sýndi til að mynda töluverðan breytileika í orðalagi og byggingu setninga en engar stórkostlegar breytingar á söguþræði. Bæði Friðþjófs saga og Bósa saga eru aftur á móti varðveittar í yngri gerðum en þeim sem má finna í AM 510 4to sem gáfu tilefni til frekari rannsókna á viðtökum þessara sagna í handritum frá síðari öldum.

Rafrænar útgáftur á textum AM 510 4to gefa að auki tilefni til frekari rannsókna frá öðrum hliðum en gert var í þessu verkefni. Má til dæmis nefna rannsóknir á málsögu sextándu aldar sem en einnig má nýta niðurstöðurnar til samanburðar við aðrar rannsóknir á miðlun bókmenntatexta í handritum frá öðrum öldum.

English:

AM 510 4to is preserved in the manuscript collection of the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies and written in Iceland around the middle of the 16th century. It contains eight different sagas, most of which are definitely older than the manuscript. The composition of the manuscript is quite typical for late medieval and post medieval manuscripts preserved in the manuscript collection of the where different sagas have been gathered in one book. The purpose of this project was to transcribe and publish electronically three texts from the manuscript: Finnboga saga ramma, Bósa saga, and, Friðþjófs saga frækna. This was in addition to my previous work on Jómsvíkinga saga from the same manuscript. Jómsvíkinga saga showed a great degree of variation from older manuscripts of the saga and one of the aims of this project was to compare the development and transmission of other texts in AM 510 4to to compare to my earlier results. In short, they did not reveal the same degree of variation but offered other lines of queries. Finnboga saga showed some difference in almost every sentence, but the changes are mostly minor and relate to changes in words, but no great alterations to the narrative contents. Both Friðþjófs saga and Bósa saga are on the other hand found in younger versions in post-medieval manuscripts which reflect on their reception in post-medieval times. Furthermore, this project's outputs, specifically the transcriptions, offer the opportunity to be studied further from various points of views. This includes studies of language in the sixteenth century but also the chance to enhance our knowledge of literary culture throughout the centuries, by analysing the transmission and reception of other texts that can be compared to the findings from this project.

The project's ouputs include: An electronic edition of Finnboga saga ramma (soon to be published on Menota.org)

An electronic edition of Bósa saga (in proofreading process)

An electronic edition of Friþjófs saga frækna (in proofreading process) and a printed edition of Friðþjófs saga with a prologue, to be included in a complete edition of the Fornaldarsögur in the Íslenzk fornrit series.

Þrjár gerðir Jómsvíkinga sögu. Gripla 28 (2017): 73–102 (https://timarit.is/page/6920323#page/n72/mode/2up)

Marginalia in AM 510 4to. Opuscula 17 (2019): 209–222 (https://www.academia.edu/40448621/Marginalia_in_AM_510_4to)

„A normal relationship? Jarl Hákon and Þorgerðr Hǫlgabrúðr in Icelandic literary context,“ Paranormal Encounters in Iceland 1150-1400, ed. Ármann Jakobsson og Miriam Mayburd. Kalamazoo: Medieval Institute 2020, 295–309 (https://www.academia.edu/38530852/Paranormal_Encounters_in_Iceland_1150_1400_ ed_by_%C3%81rmann_Jakobsson_and_Miriam_Mayburd_2020_)

„Hugblauð hormegðarbikkja”: Um Bósa sögu yngri. Gripla 31 (2020): 43–69 (https://gripla.arnastofnun.is/index.php/gripla/article/view/70)

Á flakki með Friðþjófi: Um tilurð og viðtökur Friðþjófs sögu frækna. Andvari 146 (2021) (forthcoming)

Heiti verkefnis: Sögurnar í AM 510 4to: Varðveisla og viðtökur Finnboga sögu ramma, Víglundar sögu og Bósa sögu/ The Sagas of AM 510 4to: Transmission and reception of Finnboga saga ramma, Víglundar saga and Bósa saga
Verkefnisstjóri: Þórdís Edda Jóhannesdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Tegund styrks: Nýdoktorsstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 23,724 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 174207









Þetta vefsvæði byggir á Eplica