Smíði nýstárlegra yfirborða fyrir yfirborðs-Raman greiningu - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Í verkefninu voru þróaðar nýjar aðferðir til að útbúa yfirborð sem henta til frumuræktunar en geta jafnframt magnað upp svokallaða Raman-dreifingu ljóseinda allt að því milljónfalt.
Raman-dreifing ljóss er venjulega mjög veik en úr henni má lesa fingraför ákveðinna sameinda í því efni sem skoðað er. Yfirborðin sem þróuð voru í verkefninu eru framleidd með endurtekinni gullhúðun og hitameðhöndlun og sýnt var fram á virkni þeirra með því að mæla Raman-róf frá mesenchymal stofnfrumum og greina í þeim merki frá ákveðnum efnum. Niðurstöður verkefnins munu nýtast til frekari rannsókna á efnabreytingum við yfirborð fruma, m.a. til að greina sérhæfingu stofnfruma, án þess að skaða þurfi frumurnar sjálfar. Niðurstöður verkefnisins hafa verið kynntar á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum í ljósfræði, líffræði og vefjaverkfræði og í alþjóðlegum ritrýndum vísindaritum.
Mynd: Raman-merki sem
tengja má kólesteróli, fosfólípíð og ómettuðum fitusýrum.
Raman-signals
corresponding to cholesterol, phospholipids and unsaturated fatty acids.
English:
Within the project, new methods were developed for preparing cell culturing substrates with uniform surface enhancement of Raman scattering efficiency of up to six orders of magnitude. Raman scattering reveals fingerprints of particular molecules in the sample under investigation but it is typically a very weak effect and correspondingly difficult to detect. The substrates developed within the present project were fabricated using repeated deposition and annealing of ultra-thin gold layers and their functionality was demonstrated by performing SERS-imaging of mesenchymal stem cells for identifying and spatially mapping specific chemicals. This non-invasive method will aid further research into chemical processes taking place at surfaces of cells. The results of the project have reported at national and international conferences in optics, biology and tissue engineering, as well as in peer-reviewed journals.
Heiti verkefnis: Smíði nýstárlegra
yfirborða fyrir yfirborðs-Raman greiningu / Development of
novel SERS substrates based on nanofocusing of slow surface plasmons
Verkefnisstjóri: Kristján Leósson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2016-2018
Fjárhæð styrks: 21,292
millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer
Rannís: 163417