Sjálfbærar borgir framtíðarinnar: Endurheimtandi áhrif þéttbýlis könnuð í sýndarveruleika - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Tölvu- og þrívíddartækni þar sem fólk getur upplifað mismunandi útgáfur af framtíðinni í hágæða tölvuumhverfi, opnar ný tækifæri til rannsókna á samspili fólks og umhverfis og hagnýtingar á sálfræðilegri þekkingu.
Við hönnun og skipulag þéttbýlis er oft litið framhjá sálfræðilegum þáttum sem leiðir gjarnan til ófullnægjandi og ósjálfbærrar þéttbýlisþróunar. Til að snúa þessu við og stefna í átt að mannvænna og sjálfbærara umhverfi, þarf nýja nálgun. Þar gegnir víðfeðm vísindaleg þekking innan umhverfissálfræði stóru hlutverki ásamt nýjum möguleikum sem tölvutæknin býður upp á. Tölvu- og þrívíddartækni þar sem fólk getur upplifað mismunandi útgáfur af framtíðinni í hágæða tölvuumhverfi, opnar ný tækifæri til rannsókna á samspili fólks og umhverfis og hagnýtingar á sálfræðilegri þekkingu. Í vegi hefur þó staðið sú sérþekking sem þarf til að byggja, samþætta og framkvæma rannsóknir sem nýta þessa tækni. Í hinu þriggja ára verkefni “Cities that Sustain Us”, styrkt af Rannsóknasjóði 2014 til 2016, var markmiðið að brúa þetta bil með þróun öflugs notendavæns hugbúnaðar, VR Lab, til að keyra umhverfissálfræðilegar rannsóknir í sveigjanlegu sýndarumhverfi.
Dæmi um tvö íbúðarhverfi sem notuð voru til að
rannsaka í sýndarveruleika möguleika fólks til sálrænnar endurheimtar.
Hugtakið sálræn endurheimt vísar til endurheimtar eða endurnýjunar þeirrar sálfræðilegu, líkamlegu og félagslegu getu sem fólk nýtir sér til að bregðast við kröfum hversdagsins. Sterk tengsl eru milli möguleikans til endurheimtar og almennrar heilsu og vellíðan. Fyrsta útgáfan af VR Lab var notuð til að setja upp og keyra rannsókn, með 72 þátttakendum, þar sem kannaður var möguleiki þriggja mismunandi sýndaríbúðahverfa, til að styðja við sálræna endurheimt. Niðurstöður sýndu marktækan mun á endurheimtandi upplifun milli hverfa, í takt við fyrri niðurstöður í umhverfissálfræði. Þar sem rannsóknin benti til þess að þátttakendur gætu hafa upplifað ferðaveiki (e. motion sickness) við að hreyfa sig um umhverfið í sýndarveruleikanum, var einnig framkvæmd vefrannsókn þar sem sömu þrjú umhverfi voru birt þátttakendum með kyrrum myndum. Aftur voru niðurstöðurnar varðandi endurheimtina í samræmi við fyrri rannsóknir, en niðurstöðurnar gáfu líka til kynna að það hvernig þátttakendur ferðast um sýndarumhverfið gæti verið að hafa áhrif á sýndarveruleikamælinguna. Því var uppfærð útgáfa af VR Lab notuð til að setja upp og keyra sérstaka rannsókn á mismunandi ferðaháttum um sýndarumhverfi. Niðurstaða þeirrar rannsóknar sýndi með afgerandi hætti að fjarhopp eða “teleportation” var ólíklegra til að framkalla ferðaveiki en samfelld hreyfing eftir braut. Frekari rannsóknir í sýndarveruleika munu því taka mið af þessu.
Með því að hafa unnið hnökralaust með yfir 120 þátttakendur í tveimur rannsóknum, og með niðurstöðum í samræmi við væntingar, hefur verkefnið sýnt áreiðanleika þessarar nýju tækni. Það sem er jafnvel enn mikilvægara, er að verkefnið er hvatning fyrir alla sem vilja nýta sýndarveruleika til að rannsaka sálrænt viðbragð við hverskyns kerfisbundinni breytingu á umhverfi manneskjunnar.
English
Psychological factors are frequently neglected in environmental design and planning processes, resulting in a dissatisfying and unsustainable urban development. To encourage psychologically and socially supportive urban development, better approaches representing the needs of different users must be implemented. These approaches can build on - and extend - a vast scientific literature on people-environment relations while also building on - and extending - new technologies for the visualization of alternative future environments. However, the level of computer expertise required to build, configure and carry out studies based on the virtual technology presents a critical obstacle for researchers and practitioners. Bridging this gap was therefore an important objective in our three year research project, “Cities that Sustain Us”, supported by the Icelandic Research Fund from 2014 to 2016. Within that project we developed a robust and user-friendly software - VR-Lab - that helps researchers quickly design and run complex studies that involve immersing people in customizable virtual environments.
Figure 1: Example of two different environments tested for restoration likelihood using Virtual Reality
The term psychological restoration refers to the recovery or renewal of psychological, physical and social resources that individuals use to meet the demands of everyday life and has strongly been linked to health and well-being. The initial version of the VR-Lab was used to build, configure and run one full-scale study, with 72 participants, in which the potential of three different virtual neighborhoods to support psychological restoration was tested (see Figure 1). In line with prior results in environmental psychology, the results showed a significant difference in restorative experience between environments. As the results indicated that participants might have experienced motion sickness during their VR navigation, a web study presenting the same three environments on static images, was carried out. The results were again in line with prior findings regarding restoration likelihood, but traveling in VR seemed to be having some effect. An updated version of the VR-Lab was used to build, configure and run a study that focused on different mode of VR travelling. The results clearly demonstrated that a teleportation mode of travel is less likely to induce motion sickness compared to continuous track movement. Further VR studies will incorporate these findings.
With more than 120 participants taken smoothly through two experiments, and results in line with expectations, the projects has demonstrated the robustness of this new technology, but more importantly, it has showcased the value of such a tool for researchers studying the psychological response to systematically manipulated environments.
Heiti verkefnis: Sjálfbærar borgir framtíðarinnar:
Endurheimtandi áhrif þéttbýlis könnuð í sýndarveruleika
Verkefnisstjóri: Hannes Högni Vilhjálmsson, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 29,969 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 141814