Sanngjörn meðferð samkeppnisbrotamála í Evrópusambandinu: Heimspekileg nálgun - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.3.2018

Víða í fræðunum hefur verið fjallað um álitamál um sanngjarna málsmeðferð í evrópskum samkeppnisrétti á grunni hinnar hefðbundnu lögfræðilegu aðferðar vildarréttarins, án þess þó að höfundar séu á eitt sáttir um hvaða efnislegu viðmið hugtakið um sanngjarna málsmeðferð ætti að fela í sér. 

Verkefnið hafði það að markmiði að nálgast álitamálið á róttækan hátt með því að skyggnast að baki hugtaksins um sanngjarna málsmeðferð í skilningi hefðbundins vildarréttar og leita þess í stað vísbendinga í siðfræði og stjórnmálaheimspeki um almennan skilning á eigindum  sanngirni í mannlegum samskiptum. Þegar þessar eigindir lágu fyrir var hönnuð aðferðafræði til þess að yfirfæra þennan skilning á hugtakinu sanngirni á tungumál lögfræðinnar svo unnt væri að hanna lagareglur sem samræmdust heimspekilegum skilningi á sanngirni. Aðferðafræðin leitaði fanga í ákvarðanafræðum sem falla undir fræðasvið hagfræðinnar og var á þeim grunni hannað ákvarðanasniðmát sem fékk nafnið sniðmát hinnar sanngjörnu lagareglu. Sniðmátið var síðan notað til þess að meta tvö raunhæf álitamál um sanngirni úr evrópskum samkeppnisrétti sem áður höfðu verið leyst af Evrópudómstólnum á grundvelli hinnar hefðbundnu lagalegu aðferðar. Niðurstaða matsins gefur til kynna að unnt væri að betrumbæta hönnun málsmeðferðarreglna samkeppnisréttarins með tilliti til markmiðs um sanngjarna málsmeðferð. Slíkar endurbætur gætu einnig haft áhrif á túlkunaraðferðir dómstóla Evrópusambandsins.

Helsti afrakstur verkefnisins er doktorsritgerðin „A quantitative quest for philosophical fairness in EU’s competition procedure“ sem varin var við European University Institute (EUI) í Flórens á Ítalíu 15. spetember 2017 af Hauki Loga Karlssyni (http://cadmus.eui.eu/handle/1814/48005). Ritgerðin er aðgengileg á Landsbókasafni Íslands.

Annar afrakstur verkefnisins voru eftirfarandi ráðstefnufyrirlestrar:

·         Haukur Logi Karlsson, ‘Court techniques for balancing procedural rights: compensating for undue procedural delays in EU’s competition procedure’,  ICONs 2017 annual conference, University of Copenhagen, Copenhagen 5-7 July 2017.

·         Haukur Logi Karlsson, ‘Balancing justice and efficiency in antitrust procedures’ EU Competition law enforcement workshop, EUI, Florence 9 and 10 November 2015.

·         Haukur Logi Karlsson, ‘Model of fair rules’, Dennis Patterson’s legal theory workshop, EUI, Florence 17 December 2014.

·         Haukur Logi Karlsson, ‘Decision theory in the context of law’, Þjóðarspegillinn 2014,  University of Iceland, Reykjavik 31 October 2014.

·         Haukur Logi Karlsson, ‘Decision theory and procedural fairness in antitrust’, Workshop: Competition authorities on the move, EUI, Florence 20 May 2014.

·         Haukur Logi Karlsson, ‘Decision theory and EU procedural justice’, EU law workshop, EUI, Florence 5 May 2014.

Heiti verkefnis: Sanngjörn meðferð samkeppnisbrotamála í Evrópusambandinu: Heimspekileg nálgun - Fairness in Antitrust Procedures of the European Union: A Philosophical Approach
Verkefnisstjóri: Oddný Mjöll Arnardóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016 
Fjárhæð styrks: 14,05 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  141274









Þetta vefsvæði byggir á Eplica