Samfélög án aðgreiningar? Aðlögun innflytjenda á Íslandi - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Verkefnið Samfélög án aðgreiningar (e. inclusive societies) kannaði samlögun innflytjenda á Íslandi með því að rannsaka líf innflytjenda í 12 íslenskum sveitarfélögum.
Alls svöruðu 2211 innflytjendur og 3600 Íslendingar spurningalista sem var forsenda þessarar rannsóknar. Gögn um allt frá aðgengi innflytjenda að vinnumarkaði til tungumálakunnáttu þeirra og stjórnmála- og menningarþátttöku í íslensku lífi, verða grunnur að framtíðarrannsóknum á fólksflutningum og samfélagsmálum. Unnið er að því að gera gögnin aðgengileg rannsakendum og almenningi sem hafa áhuga á að vita meira um fjölbreytileika í íslensku samfélagi. Verkefnið studdi við þróun á yfir 80 kynningum og 30 útgefnum verkum, þar á meðal yfirgripsmikilli skýrslu með samantekt á helstu niðurstöðum verkefnisins. Þegar niðurstöður eru dregnar stuttlega saman þá benda þær til þess að meirihluti innflytjenda sé í fullri vinnu en aðeins helmingur svarenda hafi starf sem samsvarar menntun þeirra; þar af leiðandi eru laun innflytjenda lægri en Íslendinga og laun kvenna lægri en karla. Meirihluti innflytjenda hefur sótt eitt eða fleiri íslenskunámskeið til að læra málið, en meirihluti er óánægður með íslenskunám; því hefur verið haldið fram að aukin tækifæri til náms og markvissari nálgun við nám um allt land væri til bóta. Innflytjendur benda einnig á að til að læra íslensku sé þörf á meiri stuðningi við innflytjendanemendur í skólum. Félagsþátttaka (t.d. aðild að félagsklúbbum) og stjórnmálaþátttaka (kosningar) er enn lítil meðal innflytjenda á Íslandi. Á heildina litið sýna niðurstöðurnar þó að meirihluti innflytjenda er ánægður með líf sitt á Íslandi. Við mátum hversu opnir Íslendingar eru gagnvart innflytjendum; mikill meirihluti Íslendinga telur að innflytjendur hafi jákvæð áhrif á samfélag þeirra.
Ýmsir viðburðir voru skipulagðir í tengslum við verkefnið, þar á meðal vel heppnuð alþjóðleg rafræn ráðstefna sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir í mars 2021, “The Role of Universities in Addressing Societal Challenges and Fostering Democracy”. Dagskrá ráðstefnunnar samanstóð af nærri 100 erindum og tveimur aðalfyrirlestrum fluttum af prófessor Thaddeus Metz frá Háskólanum í Pretoríu og Kristínu Loftsdóttur prófessor við Háskóla Íslands. Yfir 120 fyrirlesarar og rétt um 200 þátttakendur sóttu erindi um ýmis málefni varðandi lýðræðislegt hlutverk háskóla, fólksflutninga og aðrar samfélagsbreytingar.
English:
The project Inclusive Societies examined the integration of immigrants in Iceland by investigating the life of immigrants in 12 Icelandic municipalities. The questionnaire which served as basis for this research was answered by 2211 immigrants and 3600 Icelanders. From immigrants’ access to the labour market to their languages skills and political and cultural participation in Icelandic life, the data collected will serve as a basis for future research on migration and social issues. The data is in the process of being made available to researchers and members of the general public interested in knowing more about diversity in Icelandic society. The project supported the development of over 80 presentations and 30 publications, including a comprehensive report available with a compilation of the main findings. To briefly summarise these findings, they indicate that a majority of immigrants are in full-time work, but that only half of the respondents have a job which matches their education; consequently immigrants salaries are lower than Icelanders’, and womens’ salaries are lower than mens’. A majority of immigrants have taken one or more Icelandic courses to learn the language, but the majority is dissatisfied with Icelandic language education; it has been suggested that increasing opportunities to learn, and that a more systematic approach to learning throughout the country, would be beneficial. Immigrants also suggest that more support for immigrants pupils and students is needed in school to learn Icelandic. Social participation (memberships in social clubs, for example) and political participation (voting) remains low among immigrants in Iceland. Overall, the findings show that a majority of immigrants are satisfied with their life in Iceland. We evaluated Icelanders’ degree of openness towards immigrants, and a vast majority of Icelanders believe that immigrants make a positive impact in their community.
Several events were organised in relation to the project, including a successful international conference hosted online by the University of Akureyri in March 2021, “The Role of Universities in Addressing Societal Challenges and Fostering Democracy.” The conference agenda was filled with nearly 100 presentations and 2 inspiring keynote lectures delivered by Professor Thaddeus Metz from the University of Pretoria and Professor Kristín Loftsdóttir from the University of Iceland. More than 120 presenters and together almost 200 participants attended sessions on various topics on the role of universities in fostering democracy and addressing migration and other societal changes.
Heiti verkefnis: Samfélög
án aðgreiningar? Aðlögun innflytjenda á Íslandi / Inclusive societies? The
integration of immigrants in Iceland
Verkefnisstjóri: Markus Meckl, Háskólanum
á Akureyri
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2018-2020
Fjárhæð styrks: 51,706 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 184903