Ráðherra skipar nýja stjórn Rannsóknasjóðs
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur skipað nýja stjórn Rannsóknasjóðs í samræmi við 4. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir.
Skipunartími nýrrar stjórnar er til 15. desember 2025 og eru stjórnarmenn tilnefndir af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs
Stjórn Rannsóknasjóðs 2023-2025 skipa:
- Lárus Thorlacius, formaður, Háskóli Íslands.
- Varamaður: Pétur Orri Heiðarsson, Háskóli Íslands.
- Þóra Pétursdóttir, varaformaður, Háskólinn í Osló, Noregi.
Varamaður: Halldór Björnsson, Veðurstofa Íslands.
- Ármann Gylfason, Háskólinn í Reykjavík.
Varamaður: Björn Þór Jónsson, Háskólinn í Reykjavík.
- Þorgerður Einarsdóttir, Háskóli Íslands
Varamaður: Sif Einarsdóttir, Háskóli Íslands.
- Þórður Óskarsson, Moffitt Cancer Center, Bandaríkjunum.
Varamaður: Unnur Styrkársdóttir, Íslensk erfðagreining.
- Þóra Pétursdóttir, varaformaður, Háskólinn í Osló, Noregi.
Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknir er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.