Næringarmeðferð aldraðra einstaklinga eftir útskrift af öldrunardeild - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Vannæring og ósjálfrátt þyngdartap er algengt hjá öldruðum, sérstaklega eftir útskrift af sjúkrahúsi. Vannæring er tengd slæmum heilsufarslegum afleiðingum, minnkuðum lífsgæðum og tíðum endurinnlögnum á sjúkrahús. Markmið Homefood verkefnisins var að veita næringarmeðferð, ásamt fríum orku- og próteinbættum mat, til að kanna áhrif þess á líkamsþyngd, líkamlega virkni, andlega líðan og á endurinnlagnir á sjúkrahús hjá öldruðum sem útskrifast þaðan.
Yfir þá sex mánuði, meðan á rannsókninni stóð, fékk íhlutunarhópurinn næringarmeðferð frá klínískum næringarfræðingi ásamt því að fá afhentan frían orku- og próteinbættan mat eftir þörfum. Íhlutunarhópnum gekk marktækt betur, í samanburði við viðmiðunarhópinn, í næstum öllum þeim þáttum heilbrigðis sem við mældum, t.d. héldu þau líkamsþyngd, vöðvamassi jókst, þau voru með aukna líkamlega virkni, aukin lífsgæði og lögðust sjaldnar inn á sjúkrahús.
Rannsóknin Homefood sýnir að aldraðir, eftir útskrift af sjúkrahúsi, eru í mikilli þörf fyrir næringarstuðning. Næringarmeðferð frá klínískum næringarfræðingi getur bætt líkamlega og andlega líðan og fækkað endurinnlögnum á sjúkrahús hjá öldruðum, og þannig dregið úr álagi aldraðra og umönnunaraðila þeirra og lækkað kostnað innan heilbrigðiskerfisins.
English:
Malnutrition and unintended weight loss are common in old people, especially after hospital discharge. Malnutrition is related to poor health outcomes, low quality of life and frequent hospital readmissions.
The aim of the Homefood project was to investigate the effects of nutrition therapy in combination with freely delivered foods on body weight, physical function, psychological wellbeing and hospital readmissions in old adults discharged from hospital.
Within a period of six months old adults in the intervention group received nutrition therapy from a clinical nutritionist and freely delivered food. In comparison to the control group, the intervention group did significantly better in nearly any aspect of health that we measured, e.g., maintained body weight, gained muscle mass, had better physical function and quality of life and had fewer hospital readmissions.
The Homefood study shows that old adults after hospital discharge are in great need of nutrition support. Nutrition therapy lead by a clinical nutritionist can greatly improve physical and psychological outcomes including fewer hospital readmissions in old adults ultimately reducing personal burden of individuals and caregivers as well as reducing cost for the health care system.
Heiti verkefnis: Næringarmeðferð
aldraðra einstaklinga eftir útskrift af öldrunardeild / Nutrition support after
hospital discharge in geriatric patients
Verkefnisstjóri: Alfons Ramel, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 41,897 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 174250