Mývatnssveit: Sjálfbærni, umhverfi og þróun u.þ.b. 1700-1950 - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
MYSEAC er skammstöfun fyrir heiti á þverfaglegu rannsóknarverkefni sem farið hefur fram undanfarin þrjú ár – „The Mývatn District of Iceland: Sustainability, Environment and Change ca.AD 1700 to 1950.“
Þátttakendur, Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur, verkefnisstjóri, Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræðingur, verkefnisstjóri, Megan T. Hicks fornleifafræðingur, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og Astrid Ogilvie sagnfræðingur, hafa unnið að rannsóknum á samspili samfélags og náttúru í Mývatnssveit 1700–1950 og einbeitt sér að því að rannsaka hvernig hey og gras var nýtt, og hvaða áhrif náttúruöfl og samfélagsþróun hafði á þá nýtingu. Niðurstöður sýna að hallæri og hungursneyðir, t.d. 1690–1702, höfðu fremur lítil áhrif í Mývatnssveit. Efnahagur stóð með blóma í sveitinni þegar á 18. öld og versluðu bændur hlutfallslega mjög mikið við Húsavíkurverslun miðað við aðrar sveitir. Seint á 19. öld varð aukin nýting hinna hefðbundnu áveitulanda sunnan við vatnið, Framengja, grundvöllur mikilla framfara, aukinnar sauðfjárræktar og útflutnings, allt til um 1920. Sauðfjárbeit á afrétti var lítil sem engin þar til seint á 19. öld.
English:
MYSEAC stands for „The Mývatn District of Iceland: Sustainability, Environment and Change ca. AD 1700 to 1950.“ This is a three year research project funded by RANNÍS (IRF). The participants, Árni Daníel Júlíusson historian, PI, Ragnhildur Sigurðardóttir ecologist, co-PI, Megan T. Hicks archaeologist, Viðar Hreinsson literary scholar og Astrid Ogilvie climate historian have carried out research on the interplay between society and natur in Mývatnssveit in 1700–1950. The focus of the research has been the obtaining and use of hay and grass, and the effects of natural forces and social development on the utilization of hay and grazing. The results show that famine and dearth, f.ex. in 1690–1702, affected the community much less than would be expected given the location of Mývatnssveit in the highlands of Iceland. Economy was already relatively good in Mývatnssveit around 1760 and the participation of the peasant farmers of Mývatnssveit in the trade was relatively very high. In the late 19th century the more effective and increasing use of the traditional irrigated wetlands at Framengjar was the key to economic expansion, based on increase in sheep production and export, up until about 1920 when the expansion halted. Sheep grazing in highland areas was apparently non-existent until the late 19th century.
Heiti verkefnis: Mývatnssveit: Sjálfbærni,
umhverfi og þróun u.þ.b. 1700-1950 / The Mývatn District of
Iceland: Sustainability, Environment and Change ca. AD 1700 to 1950
Verkefnisstjórar: Árni Daníel Júlíusson og Ragnhildur H. Sigurðardóttir,
ReykjavíkurAkademíunni
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2016-2018
Fjárhæð styrks: 54,312 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 163133