Mynstur efliraða umritunar í MGUS og mergæxlum - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Verkefnið miðar að því að rannsaka efliraðir umritunar sem stjórna genatjáningu í einstofna mótefnahækkun, sem er góðkynja forstig mergæxla, og bera saman við efliraðir úr mergæxlum.
Markmiðið er að afhjúpa genastjórnunarferla sem gætu verið sjúkdómsvaldandi í þróun mergæxla úr einstofna mótefnahækkun. Niðurstöður úr verkefninu verða notaðar til þess að finna lyfjamörk gegn mergæxlum.
English:
This project aims to investigate the transcriptional enhancers driving gene expression in monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS) the pre-malignant stage to multiple myeloma, and compare them to that of the enhancers in myeloma, in order to uncover any potential transcriptional regulatory mechanisms that could be causative for the progression of MGUS to myeloma. Any results coming out of this will be used to investigate potential methods for drug targeting in this disease.
Heiti verkefnis: Mynstur
efliraða umritunar í MGUS og mergæxlum / The transcriptional enhancer
signatures in MGUS and multiple myeloma
Verkefnisstjóri: Erna Magnúsdóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 39,913 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 140950