Klínískt matskerfi fyrir sjúklinga sem eru að fara að gangast undir heildarmjaðmaliðarskipti og fyrir þá sem eru búnir að gangast undir aðgerð
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Markmið okkar með rannsókninni var að finna áreiðanlegt mælitæki sem segði til um hvort sjúklingur sem er að fara í gerviliðaaðgerð á mjöðm eigi að fá steypan (e. cemented) eða ósteyptan (e. uncemented) gervilið.
Til mælinganna voru notaðir spurningalistar um verki og starfsgetu, göngugreining, vöðvarit og sneiðmyndarannsókn af mjaðmalið með nærliggjandi beinum og vöðvum. Niðurstaðan sýndi með marktækum hætti að sneiðmyndarannsóknin væri bezta mælitækið, en hún sýndi bezt styrk beins og vöðva bæði fyrir og eftir aðgerð og einnig hvernig ástand þeirra breyttist á eins árs tíma eftir aðgerð. Til að styrkja niðurstöðurnar enn frekar er ætlunin að endurtaka sneiðmyndarannsóknina eftir 5 og 10 ár frá aðgerð.
English:
Our study goal was to find a reliable instrument that indicated whether a patient undergoing total hip arthropalsy should receive a cemented or uncemented prosthesis. The measurements tool included questionnaires on pain and work ability, gait analysis, electromyogram CT examination of the hip joint with adjacent bones and muscles. The results showed significantly that the CT scanning was the best instrument and showed the bone and muscle strength both before and after surgery and also how their condition changed over one year after surgery. To further reinforce the findings, it is planned to repeat the CT scanning after 5 and 10 years from surgery.
Heiti verkefnis: Klínískt matskerfi fyrir sjúklinga sem eru að
fara að- og eru búnir að gangast undir heildarmjaðmaliðarskipti / Clinical
evaluation score for Total Hip Arthroplasty planning and postoperative assessment
Verkefnisstjóri: Paolo Gargiulo, Háskólanum í Reykjavík/Landspítala-háskólasjúkrahúsi
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 13,74 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152368