Hlutverk USPL1 í varnarkerfi frumunnar gegn DNA skemmdum og krabbameinsþróun - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

15.3.2018

Eitt af megin einkennum krabbameinsfrumna er óstöðugt erfðamengi. Þessi óstöðugleiki er talinn stafa af DNA skemmdum sem fruman nær ekki að meðhöndla. Til að koma í veg fyrir þetta ástand býr fruman yfir öflugu varnarkerfi sem skynjar og bregst við DNA skemmdum. 


Einstaklingar með stökkbreytingar í lykilgenum þessa kerfis, t.d. BRCA1 eða BRCA2, eru í aukinni hættu á að fá krabbamein. Í þessu verkefni var hlutverk USPL1 í varnarkerfi frumunar gegn DNA skemmdum rannsakað. Okkar rannsóknir hafa sýnt fram á að USPL1 tekur þátt í viðgerð á tvíþátta broti á DNA sameindinni, sem er líklega hættulegasta tegund DNA skemmda. Þetta gerir USPL1 með því að stuðla að eðlilegri virkni BRCA2 gensins, með því að vernda prótínafurð þess gegn niðurbroti. Auk þess að gegna mikilvægu hlutverki í viðgerða á tvíþátta DNA brotum er BRCA2 vel skilgreint æxlisbæligen.

Hagnýting niðurstaðna:

Vinnu okkur við að kortleggja tengsl USPL1 og BRCA2 verður haldið áfram. Það er okkar skoðun að niðurstöður þessa verkefnis auki þekkinguna á því hvernig BRCA2 geninu er stjórnað. Með æxlisbælandi virkni BRCA2 í huga gætu þessar niðurstöður haft hugsanlegt klínískt gildi, sérstaklega í tenglsum við brjóstakrabbamein. Þar að auki hefur vinnan við þetta verkefni styrk stöðu verkefnastjórans sem sjálfstæðs vísindamanns, komið á fót mikilvægu samstarfi við  innlenda jafnt sem erlenda aðila og stuðlað að þjálfun ungra vísindamanna.

English:

Genomic instability is a characteristic of most cancers, believed to arise because of the inability of cells to deal with damaged DNA. To prevent genomic instability, cells possess a complex network of processes collectively called the DNA damage response. Individuals with inherited DDR defects, such as mutations in BRCA1 or BRCA2, are strongly associated with high cancer risk. In this project we have studied the role of USPL1 in the response to DNA damage. We have demonstrated that USPL1 is needed for the accurate repair of DNA double strand breaks, which are particularly toxic DNA lesions. More specifically we have shown that USPL1 is important to protect the BRCA2 protein from proteasome mediated degradation. BRCA2 is a key member of the DNA double strand break repair pathway, and a well-known tumor suppressor gene.

Application of results:

We will continue our work on the potential role of USPL1 in the regulation of BRCA2. It is our hope that the results from this project will improve our understanding on how BRCA2 is regulated, which could be of high clinical significance due to its importance as a breast cancer tumor suppressor gene. We therefore believe that our data could potentially have clinical value. Furthermore, this project has supported the carrier development of the principle investigator, facilitated important national and international collaborations and contributed to the training of young scientist.

Heiti verkefnis: Hlutverk USPL1 í varnarkerfi frumunnar gegn DNA skemmdum og krabbameinsþróun
Verkefnisstjóri: Þorkell Guðjónsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Rannsóknastöðustyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 21 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  141639









Þetta vefsvæði byggir á Eplica