Hinn svipuli alheimur: Norræni sjónaukinn aftur í fremstu röð - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Gammablossar eru björtustu og orkumestu sprengingar í alheimi. Þeir eiga rætur að rekja til þyngdarhruns massamestu stjarnanna og eru sýnilegir úr órafjarlægð. Þeir eru því einstaklega vel til þess fallnir að kanna þróun vetrarbrauta í hinum unga alheimi. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka uppruna og umhverfi þeirra með X-shooter, litrófsritanum á Very Large Telescope, sem og að undirbúa Norræna sjónaukann fyrir komu NOT Transient Explorer (NTE), glænýs litrófsrita sem mikið mun mæða á.
Niðurstöður verkefnisins eru af þrennum toga: (1) Litrófsmælingar voru framkvæmdar á glæðum gammablossa sem tilheyra einsleitu og óhlutdrægnu safni. (2) Þróun og forritun hugbúnaðar sem vinnur úr NTE gögnum; slíkt er nauðsynlegt til að hámarka gagnsemi og samkeppnishæfni litrófsritans. (3) Útfærsla á svokölluðum viðbragðsham fyrir Norræna sjónaukann sem heimilar honum að bregðast skjótt við á sjálfvirkan hátt.
English:
Gamma-ray bursts (GRBs) are the most powerful photon emitting events known. Originating in the core collapse of massive stars and visible to huge distances, GRBs offer a unique tool to probe the evolution of the early Universe. This project was aimed at better understanding their origin and environment by utilising the X-shooter on the Very Large Telescope and preparing the Nordic Optical Telescope (NOT) for its brand-new spectrograph and work-horse, the NOT Transient Explorer (NTE).
Our results and impact are split into three parts: (1) We produced a well-defined, homogeneous and statistically useful sample of Swift GRB afterglows with X-shooter. (2) We developed a pipeline tool in order to optimise the usefulness and competitiveness of the NTE. (3) We implemented a Rapid Response Mode (RRM) at the NOT to facilitate rapid automatic observations of transient events, such as GRBs.
Heiti verkefnis: Hinn
svipuli alheimur: Norræni sjónaukinn aftur í fremstu röð / The Transient
Universe: Enhancing the Science Output of the Nordic Optical Telescope
Verkefnisstjóri: Páll Jakobsson, Háskóla
Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2016-2018
Fjárhæð styrks: 46,752 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 162948