Flækjur verslunavara. Fornleifafræði einokunarverslunar - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Markmið verkefnisins voru að kanna minjar einokunarverslunarinnar á Íslandi (1602-1787).
Verkefninu var skipt í tvennt og beindist annar hlutinn að efnislegri uppbyggingu sjálfrar verslunarinnar, þar með talið rannsóknum á skipum og verslunarstöðum bæði fornleifafræðilega og með upplýsingum sem þegar voru til. Hinn hlutinn beindist að áhrifum verslunarinnar á íbúa landsins, sérstaklega þegar kemur að aðgangi að neysluvarningi (leirkerjum og reykingarpípum) og muninum þar á í gegnum tíma og eftir félagslegri stöðu. Mikilvægustu áhrif niðurstaðna verkefnisins munu koma fram í auknu mikilvægi fornleifafræðilegrar sýnar á þetta tímabil og, innan fornleifafræðinnar, í gerð fræðilegrar nálgunar og aðferðarfræði fyrir efni á sviði þar sem slíkt er enn að mestu ekki til staðar. Verkefnið hefur þegar leitt til alþjóðlegrar vinnustofu, fjölda fyrirlestra, umfjöllunar í fjölmiðlum og sýningu í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Í tengslum við verkefnið eru í bígerð tvær doktorsritgerðir, þrjár til fjórar greinar í fræðirit og ein til tvær bækur.
English
The goals of this project were to explore the archaeology of the trade monopoly period in Iceland (1602-1787). The project had two main strands; one concerned the material infrastructure of the trade itself, including an examination of the ships and trading stations based on both archaeological and archival evidence. The other dealt with the impact of the trade on the local population, specifically in terms of access to consumer goods (pottery and smoking pipes) and how this varied across the social spectrum and over time. The results of the project will have their greatest impact in elevating the importance of an archaeological perspective on this period and within archaeology itself, creating a research framework for material where one is still largely lacking. The outputs of the project have included an international workshop, numerous public presentations, media coverage and an exhibition at the Reykjavík maritime museum. Forthcoming outputs include two PhD dissertations, 3-4 journal papers and 1-2 monographs.
Heiti verkefnis: Flækjur verslunavara.
Fornleifafræði einokunarverslunar/Commodity Entanglement. The Archaeology of
the Trade Monopoly
Verkefnisstjóri: Gavin Murray Lucas, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 32,55 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152087