Bólguhjöðnun: Ákvörðun lykilsameinda á náttúrulegum drápsfrumum og daufkyrningum - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Náttúrulegar drápsfrumur (NK frumur) gegna fyrst og fremst hlutverki við að ráðast á veirusýktar frumur og krabbameinsfrumur, en við höfum sýnt að þær eru einnig ómissandi fyrir hjöðnun bólgu. Hjöðnun bólgu er ferli sem er vel stýrt og nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að bólga verði krónísk og geti þannig leitt til þróunar bólgutengdra sjúkdóma og hrörnunarsjúkdóma eins og krabbameins, sjálfsofnæmissjúkdóma og Alzheimers.
Við höfum einnig sýnt að NK frumur framleiða sértæk bólguhjöðnunarboðefni (SPMs), lípíðboðefni mynduð úr ómega-3 og ómega-6 fjölómettuðum fitusýrum (FÓFS) sem eru lykilefni í að koma af stað og knýja áfram hjöðnun bólgu. Þessi niðurstaða var óvænt og skiptir miklu máli þar sem aðeins daufkyrningar og stórhámur hafa ásamt æðaþelsfrumum og ef til vill blóðflögum verið taldar mynda þessi mikilvægu boðefni. Þessar niðurstöður geta að hluta útskýrt hvernig NK frumur miðla hlutverki sínu í bólguhjöðnun. Að auki höfum við borið kennsl á ferla, meðal annars Wnt boðferilinn og TNF-R II ferilinn, sem ómega-3 FÓFS hafa áhrif á í músum með bólgu. Þessir ferlar gegna líklega hlutverki í áhrifum ómega-3 FÓFS til að hraða og auka bólguhjöðnun, sem við höfum séð í músum sem fá fiskolíuríkt fæði. Samantekið staðfesta þessar niðurstöður okkar að NK frumur geti gegnt mikilvægu hlutverki í bólguhjöðnun. Einnig tilgreina þær nokkrar sameindir og ferla sem eru líkleg til að vera mikilvæg í að styrkja bólguhjöðnun og hægt að beina augum að í þróun meðferðar til að milda eða koma í veg fyrir bólgutengda sjúkdóma og hrörnunarsjúkdóma.
Afurðir:
• Ný þekking á áhrifum ómega-3 FÓFS á hjöðnun bólgu, þroskun NK frumna,
sameindir tjáðar í/á NK frumum og ferla sem gætu verið mikilvægir í hjöðnun
bólgu.
• Ný þekking á samskiptum NK frumna og daufkyrninga, áhrifum DHA á þessi
samskipti og ný þekking sem sýnir að NK frumur geta myndað
bólguhjöðnunarboðefni.
• Fjórar greinar, ein birt og þrjár í vinnslu.
• Sex háskólagráður, fimm MS gráður og ein doktorsgráða væntanleg á næstu
mánuðum.
• Fjöldi kynninga á rannsóknaniðurstöðum á ráðstefnum hérlendis og erlendis.
English:
Natural killer (NK) cells are primarily known for their anti-viral and anti-tumor function, but we have previously shown that they are indispensable for resolution of inflammation. Resolution of inflammation is a tightly regulated process necessary for preventing inflammation from becoming chronic and thereby potentially preventing development of inflammation-associated and degenerative diseases, such as cancers, autoimmune disorders and Alzheimer’s disease. In this study we show for the first time that NK cells are producers of special pro-resolution mediators (SPMs), which are lipid mediators derived from omega-3 and omega-6 polyunsaturated fatty acids (PUFA). SPMs have been shown to be pivotal for initiating and propagating resolution of inflammation. This finding is unexpected and important as only neutrophils and macrophages along with endothelial cells and perhaps platelets have been shown to produce these important mediators. These findings may explain, in part, how NK cells may mediate their resolving role in inflammation. In addition, we have identified several pathways, including the Wnt signaling and the TNF-R II pathways, that dietary omega-3 PUFA affect in inflamed mice and are likely involved in the accelerated onset of and enhanced resolution of inflammation we have observed in fish oil fed mice. Overall, the results have confirmed that NK cells may be important players in resolution of inflammation as well as identifying a few molecules and pathways important for strengthening resolution of inflammation that can be targeted for development of treatments to alleviate or prevent inflammation-associated and degenerative diseases.
Outputs
• New knowledge on the effects of dietary omega-3 PUFA on resolution of
inflammation, especially on maturation of NK cells, molecules expressed in/on
NK cells and on pathways potentially important in resolution of inflammation.
• New knowledge on interactions of NK cells and neutrophils, the effects of DHA
on these interaction, and new knowledge on NK cells being producers of SPMs. •
Four publications, one published and three in progress.
• Six academic degrees, five MS completed and one PhD to be completed within a
few months.
• A number of presentations at conferences abroad and in Iceland.
Heiti verkefnis: Bólguhjöðnun: Ákvörðun lykilsameinda á
náttúrulegum drápsfrumum og daufkyrningum/ Resolution of inflammation:
Idendification of key molecules on NK cells and neutrophils
Verkefnisstjóri: Ingibjörg Harðardóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 55,835 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:
174395