Hlutvetnun poly-yna og efnasmíðar á stöðubundnum metoxyluðum eterlípíðum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

5.4.2018

Meginmarkmið viðfangsefnisins var að betrumbæta lykilskrefið í efnasmíðum okkar á annars vegar handhverfuhreinum fjölómettuðum metoxyluðum eterlípíðum og hins vegar ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum.

Meginmarkmið viðfangsefnisins var að betrumbæta lykilskrefið í efnasmíðum okkar á annars vegar handhverfuhreinum fjölómettuðum metoxyluðum eterlípíðum og hins vegar ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum. Það gerir okkur síðan mögulegt að ljúka efnasmíðum þessara efna með skilvirkari og traustari hætti í umtalsvert betri heimtum. Slík tegund eterlípíða er mjög áhugaverður lífvirkur undirflokkur 1-O-alkyl-sn-glyseróla er einkenna lýsi hákarla og skyldra tegunda. Fitusýrurnar tengjast hollustu sjávarfangs og lýsis og eru hinar lífvirku og mikilvægu ómega-3 fitusýrur eikósapentaensýra (EPA) og dókósahexaensýra (DHA) þeirra á meðal. Öllum þessum efnum er það sammerkt að hafa til að bera fjölómettaðar kolvetniskeðjur af mismunandi lengd og fjölómettun þar sem skiptast á cis-skipuð tvítengi og metylenhópar í keðjunni í mismiklum mæli. Slík poly-en fengust með hvataðri hlutvetnun á þrítengjum í samsvarandi poly-yn forverum þar sem þrítengi afoxast í samsvarandi cis-skipuð tvítengi í efna-smíðunum. Umtalsverðar betrumbætur náðust í verkefninu í þessu lykilskrefi efnasmíðanna. Annað mikilvægt markmið var að umbreyta hinum metoxyluðu eterlípíðum að lokinni efnasmíði þeirra í nokkur afbrigði stöðubundinna eterlípíða skipuðum hreinum miðlungs-löngum fitusýrum ásamt EPA og DHA í fyrirfram ákveðnar stöður á glyserólhluta sameind-anna þar sem lípasa var beitt til stjórnunar á nauðsynlegri staðvendni. Þess er vænst að slíkar sameindir hafi til að bera margvíslega áhugaverða líffræðilega eiginleika og að efna-smíðar þeirra muni stuðla að markvissri skimun fyrir slíkum eiginleikum. Það opnar möguleika á hagnýtingu þeirra til lyfjaþróunar. Aðferðafræðin sem beitt var í efnasmíðunum kann að nýtast í nýsmíði á skyldum fjölómettuðum fituefnum á borð við resolvín, prótektín og maresín og hugsanlega einnig í efnasmíðum á þessum fitusýrum með samsætumerkjum. Verkefnið mun leiða til birtingar á fjölda ritrýndra greina er varða efnasmíðarnar og nýtingu afurðanna úr þeim, tveggja meistararitgerða (þegar komnar) og doktorsritgerðar.

GGH

Figure 1. Bygging dókósaheaxaensýru (DHA, að neðan) og DHA-líka MEL afbrigðisins (að ofan)
Figure 1. Structures of docosahexaenoic acid (DHA, bottom) and the DHA-like MEL (top)

English
The chief goal of the proposed research was to improve on the most crucial reaction step in our ongoing total syntheses of enantiopure polyunsaturated methoxylated ether lipids (MELs) present in shark liver oil and omega-3 polyunsaturated fatty acids (PUFAs) present in marine fats and oils. That includes the bioactive eicosapentaenoic acid (EPA) and docosahexaenoic acid (DHA), the most prevalent omega-3 PUFAs in fish oil. The methoxylated ether lipids are a highly interesting subclass of the 1-O-alkyl-sn-glycerols that are commonly found in the liver oil of shark and related elasmobranch fish species. All these compounds possess polyun-saturated methylene interrupted all-cis polyene hydrocarbon frameworks of various length and polyunsaturation that were obtained in the key step of the synthesis through stereo-selective partial hydrogenation of the corresponding polyyne precursors. Significant improvements were accomplished in the project on this key step of the syntheses. A second important task was, once the key semi-hydrogenation step had been sorted out and, hence, the syntheses of the polyunsaturated MELs optimized and satisfactorily prosecuted, to convert these fascinating compounds into structured MEL derivatives possessing pure medium-chain fatty acids along with EPA and DHA in predetermined positions of their glycerol backbone by use of highly regioselective lipase. It is anticipated that such molecules may offer interesting biological activities and that their syntheses will urge investigation of their bioactivity by systematic biological screenings. This may result in further developments of these derivatives as drugs or for drug applications. The methodology on which the synthetic work was based may also be utilized in total syntheses of related polyunsaturated lipid mediators including the highly bioactive resolvins, protectins and maresins as well as in syntheses of isotopically labelled omega-3 PUFAs and their various related derivatives. The project will result in publications of numerous peer-reviewed international journal papers describing the results from the syntheses and the biological screenings, two MSc theses (already accomplished) and ultimately a PhD thesis.

Heiti verkefnis: Hlutvetnun poly-yna og efnasmíðar á stöðubundnum metoxyluðum eterlípíðum / Polyyne semihydrogenation and structured methoxylated ether lipid syntheses
Verkefnisstjóri: Guðmundur G. Haraldsson, Raunvísindastofnun Háskólans
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 29,343 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 141595









Þetta vefsvæði byggir á Eplica