Hegðan vegbygginga með sveigjanlegu slitlagi - Hönnun og niðurbrot - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Ný aflfræðileg hönnunaraðferð fyrir vegbyggingar hefur verið þróuð. Byggir hún á aflfræðilegri greiningu til þess að segja fyrir um hrörnun vega og gatna.
Ný aflfræðileg hönnunaraðferð fyrir vegbyggingar hefur verið þróuð. Byggir hún á aflfræðilegri greiningu til þess að segja fyrir um hrörnun vega og gatna. Aðferðin nýtir sér niðurstöður úr frammistöðuprófunum bæði á tilraunastofu og í felti og gefur hrörnunina sem fall af tíma. Aðferðin tekur betur tillit til umferðarálags gegnum ásþungaróf í stað jafngildisöxla. Einnig er betur tekið tillit til staðbundins veðurfars í hönnuninni. Aðferðin gefur því mikilsverðar upplýsingar þegar framkvæmd er kostnaðargreining vegna mismundi veguppbygginga eða við mat á viðhaldsaðgerðum. Aðferðin færir því veghöldurum mun áreiðanlegra tæki til kostnaðar/nytjagreiningar.
English
A new Mechanistic-Empirical (ME) pavement design approach has been developed. It is based on mechanistic modelling to predict the deterioration of pavement structures. This design approach predicts pavements deterioration through performance relationships based on long term laboratory and field testing and forecasts the distress development as a function of time. In comparison with traditional methods it accounts better for real traffic loading, by using axle load spectra, instead of converting empirically the loads to equivalent single axle loads. Further can climate effects be incorporated in a much more realistic way. This new approach gives therefore a more accurate information when performing life cycle cost analyses or a maintenance planning of roads. This provides road agencies/administrations with a new and improved tool for cost benefit analyses.
Outcomes:
- A new computer program was developed (ERAPave MEPPP)
- Four Ph.D. theses have been worked on and defended
- Six MS theses
- 16 ISI journal publications;
- 22 Conference publications and presentations
- Two awarded journal publications
Heiti verkefnis: Hegðan vegbygginga með sveigjanlegu
slitlagi - Hönnun og niðurbrot / Flexible Pavement Performance Modelling –
Prediction and Design
Verkefnisstjóri: Sigurður Erlingsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 24,2 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 141210